Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 35
Þegar fjallað er um hugtakið vanhæfni í bamavemdarlögum er samkvæmt
ofangreindu ekki aðeins átt við þær aðstæður þegar foreldrar eru ófærir um að
veita bami sínu ást og umhyggju, heldur einnig þau tilvik þegar foreldrar eru
ófærir um að vemda bamið og hafa ekki getu til þess að meta hvenær og hvort
bamið þarf á aðstoð eða hjálp að halda. Einnig tekur hugtakið til þess þegar
foreldrar em vanhæfir til þess að veita bami sínu nauðsynlega örvun og hvatn-
ingu, hafa ekki skilning á andlegum þörfum þess, eða þegar hreinlæti og matar-
æði bama er stórlega ábótavant.
3.6 Almennt skilyrði í 2. mgr. 25. gr. laganna
12. mgr. 25. gr. laganna kemur fram að úrskurð um forsjársviptingu skuli því
aðeins kveða upp að ekki sé unnt að beita öðmm aðgerðum til úrbóta sam-
kvæmt 21. og 24. gr. eða slíkar aðgerðir hafi verið fullreyndar án nægilegs ár-
angurs.
Akvæði þetta felur í sér að ávallt skuli reyna að beita þeim úrræðum sem eru
minnst íþyngjandi fyrir foreldra og ber það keim af meðalhófsreglu stjómsýslu-
laga. I framkvæmd hérlendis hefur ákvæðið verið túlkað svo að stuðningsúr-
ræði skuli ávallt reynd áður en til forsjársviptingar kemur. í Noregi hins vegar
er ákvæðið ekki túlkað svo að bamaverndaryfirvöld skuli ávallt reyna stuðn-
ingsúrræði áður en forsjársvipting er ákveðin.4
Bamavemdaryfirvöldum ber skylda til að grípa til aðgerða þegar þess er
þörf, en barnavemdamefndum er mikill vandi á höndum þegar þær meta hvort
skilyrði forsjársviptingar eru fyrir hendi. Þær standa ávallt frammi fyrir því mati
hvort unnt sé að beita stuðningi í stað forsjársviptingar og hvort sá stuðningur
sem veittur hefur verið hafi verið nægilegur. Hér þurfa nefndimar sem endranær
að hafa í huga það grundvallarsjónarmið hvað sé þeim bömum sem í hlut eiga
fyrir bestu. Þær þurfa að vega og meta hagsmuni bams af því að alast upp hjá
foreldum sínum, sem geta þó ekki búið þeim viðunandi uppeldisskilyrði og
hagsmuni þeirra af því að alast upp hjá fósturforeldram. Reynt er að leggja
heildarmat á aðstæður bama, þannig að tekið er tillit til þess hvort foreldrar fái
aðstoð við uppeldið frá fjölskyldu, vinum eða félagsmálayfirvöldum. Einnig er
tekið tillit til þess hvort foreldrar em tilbúnir til að þiggja slíka hjálp eða færir
um það. Við stuðningsaðgerðir verður að hafa í huga að aðstoð félagsmálayfir-
valda em takmörk sett og einnig em takmörk fyrir því í hvaða mæli slík hjálp
getur komið í stað forsjár foreldranna sjálfra.
4. SÖNNUNARMAT í FORSJÁRSVIPTINGARMÁLUM
Það sem hér fer á eftir á við um sönnunarmat í dómsmálum um gildi forsjár-
sviptingarúrskurðar en telja verður að bamavemdaryfirvöld leggi sömu sjón-
armið til gmndvallar sönnunarmati í forsjársviptingarmálum og dómstólar gera
samkvæmt ákvæðum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
4 Börresen, Pál B.: Bamevem og familevem, bls. 254. Oslo 1995.
101