Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 49
inna hópa samkvæmt 2. mgr. 1. gr. með því að telja þá upp í viðauka við tilskip- unina. Að því gefnu væri nauðsynlegt að athuga umfang þeirra undanþága sem áttu við um Island og komu fram í viðaukanum. Samkvæmt 2. lið má undanþiggja frá gildissviði tilskipunarinnar kröfur þeirra „sem hafa átt 5% eða meira af fjármagni gjaldþrota hlutafélags". Sú und- anþága tekur samkvæmt 4. lið jafnframt til eftirfarandi hóps: „Maki einstakl- ings sem er í þeirri aðstöðu sem tilgreind er í 1.-3. lið svo og ættingi einstakl- ings og ættingi maka í beinan legg“. Alitaefnið var því, að mati dómstólsins, hvort hugtakið „ættingi í beinan legg“ í 4. lið yrði túlkað svo að það tæki til systur einstaklings sem 2. liður tæki til. Upplýst var að munur væri á orðalagi undanþágunnar eftir einstökum tungu- málum, sem öll hefðu sama vægi. Samningaviðræður fóru fram á ensku og end- anlegur texti tilskipunarinnar var samþykktur á ensku. A ensku væri notað hugtakið „direct relative“ sem ekki væri nákvæmt en með rúmri túlkun mætti skilja það svo að það tæki einnig til systkina. Af ýmsum tungumálaútgáfum samningsins væru þær í meirihluta sem hefðu að geyma almenn hugtök í þessu sambandi sem svara til hugtakanna nánir eða nákomnir ættingjar sem túlka mætti svo að þau taki einnig til systkina. I útgáfum á öðrum tungumálum (á ís- lensku, finnsku, frönsku, þýsku, grísku og spænsku) væru sértækari og þrengri hugtök notuð, sem einvörðungu tækju til ættingja í beinan legg. I forsendum hins ráðgefandi álits segir meðal annars að þegar munur er á útgáfum á hinum ýmsu tungumálum, sem öll hafa sama vægi, sé eðlilegt við túlkun að ganga út frá því að sú skýring skuli valin sem styðst við sem flestar tungumálaútgáfur. Þetta hefði í för með sér að ákvæðið hefði sama inntak í sem flestum aðildarríkjum. Þegar ákvæði sem gilda í öllum aðildarríkjunum eru túlkuð yrði að telja þetta eðlilega leið. I þessu máli reyndi hins vegar ekki á túlkun ákvæðis sem gilti almennt heldur undanþáguákvæði sem eingöngu ætti við um ísland og veitti íslenskum stjómvöldum val um beitingu undanþága að landslögum. Þegar svo stæði á sýndist eðlilegt að veita íslensku útgáfu tilskip- unarinnar aukið vægi. Niðurstaða dómstólsins varð sú að orðalagið „direct rela- tive“ eða „ættingi í beinan legg“ yrði að túlka svo að það tæki aðeins til ættingja í beinan legg, upp á við og niður á við. Af því leiddi að undanþágan næði ekki til systkina. Hina undanþáguna frá meginreglunni er að finna í 10. gr. tilskipunarinnar. Þar segir: Tilskipun þessi hefur ekki áhrif á rétt aðildarríkja: a) til þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun; b) til að hafna þeirri greiðsluábyrgð, sem getið er um í 3. gr. eða þeirri greiðslu- skyldu, sem getið er um í 7. gr„ eða lækka hana komi í ljós að skuldbindingin sé óréttmæt vegna sérstakra tengsla milli launþegans og vinnuveitandans og sam- eiginlegra hagsmuna sem leiðir til þess að þeir gera með sér leynilegt samkomu- lag. 115
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.