Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 50
í vöm sinni fyrir EFTA-dómstólnum vísaði íslenska ríkið til beggja þessara liða sem heimild fyrir þeirri reglu íslenskra laga að systkini eiganda verulegs hlutafjár í gjaldþrota fyrirtæki eigi ekki rétt á greiðslu frá ábyrgðasjóði launa. Við mat á réttmæti þeirra sjónarmiða vísaði EFTA-dómstóllinn til fyrra álits í máli Samuelsson4 og benti á að 10. gr. tilskipunarinnar yrði að túlka þröngt eins og önnur ákvæði sem heimila ríkjum að grípa til ráðstafana sem víkja frá meginreglum tilskipunar einstaklingum í óhag. Þess yrði einnig að krefjast að allar ráðstafanir sem gripið yrði til á grundvelli greinarinnar hefðu þýðingu fyrir það markmið sem stefnt væri að og að hófs væri gætt. Ríki sem bæri fyrir sig undanþágur samkvæmt greininni yrði að sýna fram á að þessum skilyrðum væri fullnægt. Skemmst er frá því að segja að það tilvik sem til umfjöllunar var stóðst ekki prófið. Var ekki fallist á það að sú ráðstöfun að útiloka þá launþega frá greiðslu úr ábyrgðasjóði launa, sem eru skyldmenni eiganda verulegs hlutafjár gjald- þrota fyrirtækis, án tillits til aðstæðna í hverju máli, væri nauðsynleg til að markmiðum a- og b-liða greinarinnar væri náð. Af þeim sökum var talið að undanþágur frá greiðsluskyldu vegna atvika eða aðstæðna af þeim toga sem á reyndi í málinu væru almennt ekki heimilar. Niðurstaða EFTA-dómstólsins að því er fyrri spumingu Héraðsdóms Reykjavíkur varðaði var því sú að tilskipun nr. 80/987 yrði að skýra á þann veg að það væri andstætt henni að á Islandi væm í gildi lagaákvæði sem útiloka launþega sem er systkini eiganda 40% hlutar í gjaldþrota fyrirtæki sem laun- þeginn vann hjá frá þeirri greiðsluábyrgð sem mælt er fyrir um í 3. gr. tilskip- unarinnar vegna þessa skyldleika. 2.3.2 Síðari spurning Eins og getið var um í upphafi komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að regla um skaðabótaskyldu aðildarríkja væri ein af meginreglum EES-samn- ingsins. Því til stuðnings vísaði dómstóllinn til yfirlýsts tilgangs EES-samn- ingsins og uppbyggingar hans. Lögð var áhersla á að eitt af meginmarkmiðum samningsins væri að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem annars vegar skyldi náð með efnisákvæðum samhljóða efnisákvæðum Rómarsáttmálans á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til og hins vegar með margbrotnu kerfi sem tryggja ætti einsleita túlkun og beitingu fyrmefndra efnisreglna. Þá vék dómstóllinn að því að annað mikilvægt markmið EES-samningsins væri að tryggja einstaklingum og aðilum í atvinnurekstri jafnræði og jöfn sam- keppnisskilyrði og raunhæfa leið til að fylgja þeim réttindum eftir. Akvæðum EES-samningsins væri í ríkum mæli ætlað að vera til hagsbóta einstaklingum og aðilum í atvinnurekstri á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Því ylti fram- kvæmd samningsins á því að einstaklingar og lögaðilar sem tryggð séu þessi réttindi geti byggt á þeim. Síðan segir: 4 Mál E-l/95 Ulf Samuelsson gegn Svíþjóð (1994-1995) REC 145. 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.