Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Qupperneq 50

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Qupperneq 50
í vöm sinni fyrir EFTA-dómstólnum vísaði íslenska ríkið til beggja þessara liða sem heimild fyrir þeirri reglu íslenskra laga að systkini eiganda verulegs hlutafjár í gjaldþrota fyrirtæki eigi ekki rétt á greiðslu frá ábyrgðasjóði launa. Við mat á réttmæti þeirra sjónarmiða vísaði EFTA-dómstóllinn til fyrra álits í máli Samuelsson4 og benti á að 10. gr. tilskipunarinnar yrði að túlka þröngt eins og önnur ákvæði sem heimila ríkjum að grípa til ráðstafana sem víkja frá meginreglum tilskipunar einstaklingum í óhag. Þess yrði einnig að krefjast að allar ráðstafanir sem gripið yrði til á grundvelli greinarinnar hefðu þýðingu fyrir það markmið sem stefnt væri að og að hófs væri gætt. Ríki sem bæri fyrir sig undanþágur samkvæmt greininni yrði að sýna fram á að þessum skilyrðum væri fullnægt. Skemmst er frá því að segja að það tilvik sem til umfjöllunar var stóðst ekki prófið. Var ekki fallist á það að sú ráðstöfun að útiloka þá launþega frá greiðslu úr ábyrgðasjóði launa, sem eru skyldmenni eiganda verulegs hlutafjár gjald- þrota fyrirtækis, án tillits til aðstæðna í hverju máli, væri nauðsynleg til að markmiðum a- og b-liða greinarinnar væri náð. Af þeim sökum var talið að undanþágur frá greiðsluskyldu vegna atvika eða aðstæðna af þeim toga sem á reyndi í málinu væru almennt ekki heimilar. Niðurstaða EFTA-dómstólsins að því er fyrri spumingu Héraðsdóms Reykjavíkur varðaði var því sú að tilskipun nr. 80/987 yrði að skýra á þann veg að það væri andstætt henni að á Islandi væm í gildi lagaákvæði sem útiloka launþega sem er systkini eiganda 40% hlutar í gjaldþrota fyrirtæki sem laun- þeginn vann hjá frá þeirri greiðsluábyrgð sem mælt er fyrir um í 3. gr. tilskip- unarinnar vegna þessa skyldleika. 2.3.2 Síðari spurning Eins og getið var um í upphafi komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að regla um skaðabótaskyldu aðildarríkja væri ein af meginreglum EES-samn- ingsins. Því til stuðnings vísaði dómstóllinn til yfirlýsts tilgangs EES-samn- ingsins og uppbyggingar hans. Lögð var áhersla á að eitt af meginmarkmiðum samningsins væri að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem annars vegar skyldi náð með efnisákvæðum samhljóða efnisákvæðum Rómarsáttmálans á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til og hins vegar með margbrotnu kerfi sem tryggja ætti einsleita túlkun og beitingu fyrmefndra efnisreglna. Þá vék dómstóllinn að því að annað mikilvægt markmið EES-samningsins væri að tryggja einstaklingum og aðilum í atvinnurekstri jafnræði og jöfn sam- keppnisskilyrði og raunhæfa leið til að fylgja þeim réttindum eftir. Akvæðum EES-samningsins væri í ríkum mæli ætlað að vera til hagsbóta einstaklingum og aðilum í atvinnurekstri á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Því ylti fram- kvæmd samningsins á því að einstaklingar og lögaðilar sem tryggð séu þessi réttindi geti byggt á þeim. Síðan segir: 4 Mál E-l/95 Ulf Samuelsson gegn Svíþjóð (1994-1995) REC 145. 116
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.