Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 51
59 Með vísan til þess sem að framan greinir telur dómstóllinn að EES-samning- urinn sé þjóðréttarsamningur sem er sérstaks eðlis (sui generis) og sem felur í sér sérstakt og sjálfstætt réttarkerfi. EES-samningurinn kemur ekki á fót tolla- bandalagi heldur þróuðu fríverslunarsvæði ... Samruni sá sem EES-samning- urinn mælir fyrir um gengur ekki eins langt og er ekki eins víðfeðmur eins og samruni sá sem Rómarsamningurinn stefnir að. Hins vegar ganga markmið EES- samningsins lengra og gildissvið hans er víðtækara en venjulegt er um þjóðrétt- arsamninga. 60 Dómstóllinn telur að markmið um einsleitni og það markmið að koma á og tryggja rétt einstaklinga og aðila í atvinnurekstri til jafnræðis og jafnra tækifæra komi svo skýrt fram í samningnum, að EFTA-ríkjunum, sem aðild eiga að samn- ingnum, hljóti að bera skylda til að sjá til þess að það tjón fáist bætt sem hlýst af því að landsréttur er ekki réttilega lagaður að tilskipunum. 61 Ákvæði 3. gr. EES-samningsins rennir frekari stoðum undir þá skyldu samnings- aðila að sjá til þess að tjón fáist bætt. ...5 Niðurstaða dómstólsins var því sú að aðilum EES-samningsins beri skylda til að sjá til þess að það tjón fáist bætt sem einstaklingur verður fyrir vegna þess að landsréttur er ekki réttilega lagaður að ákvæðum tilskipunar sem er hluti EES-samningsins.6 2.4 Athugasemdir í EES-samningnum er ekki að finna sérstakt ákvæði sem mælir fyrir um það að samningsaðilum sé skylt að bæta tjón einstaklinga sem stafar af vanefndum viðkomandi ríkja á samningsskuldbindingum sínum. Af þeim sökum er óvíst, og jafnvel ólrklegt, að EFTA-ríkin hafi í samningaviðræðum um EES-samning- inn gert ráð fyrir því að samningurinn kynni að fela í sér rétt einstaklinga til skaðabóta. í því ljósi verður sjálfsagt ávallt talið umdeilanlegt hversu sannfær- andi forsendur EFTA-dómstóllinn hefur fært fram fyrir því að slík meginregla sé hluti af samningnum. Þykir ekki ástæða til að taka afstöðu til þess hér en fyrr hefur verið að því vikið hvaða sjónarmið mæla með slíkri niðurstöðu og hver gegn.7 Á hinn bóginn er rétt að víkja stuttlega að ummælum dómstólsins í 63. málsgrein. Þar segir: Það leiðir af 7. gr. EES-samningsins og bókun 35 við hann að EES-samningurinn felur ekki í sér framsal löggjafarvalds. Meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkisins er 5 3. grein EES-samningsins er svohljóðandi: „ Samningsaðilar skulu gera allar viðeigandi almennar eða sérstakar ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær skuldbindingar sem af samningi þess- um leiðir. Þeir skulu varast ráðstafanir sem teflt geta því í tvfsýnu að markmiðum samnings þessa verði náð. Þeir skulu enn fremur auðvelda samvinnu innan ramma samnings þessa“. 6 Cosmas aðallögsögumaður hefur komist að þeirri niðurstöðu að meginregla um skaðabótaskyldu samningsaðila sé ekki hluti af EES-samningnum, sbr. álit hans 19. janúar 1999 í máli C-321/97 Ulla-Brith Andersson o.fl. gegn sœnska ríkinu. 1 Óttar Pálsson: „Skaðabótaábyrgð aðildarríkja EES-samningsins gagnvart einstaklingum og lögaðilum“. (1998) 48 Tímarit lögfræðinga, 2. hefti, bls. 124-151. 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.