Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 52
hins vegar hluti EES-samningsins og er því eðlilegt að lög sem lögfesta meginmál
samningsins séu skýrð svo að meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkisins felist einnig
í þeim.
í fljótu bragði virðist tvennt í ofangreindri málsgrein gagnrýnivert. í fyrsta
lagi hlýtur að minnsta kosti að teljast umdeilanlegt hvort regla um skaðabóta-
skyldu aðildarríkja EES-samningsins eins og hún birtist í hinu ráðgefandi áliti
dómstólsins feli í sér framsal á löggjafarvaldi. Engu að síður fullyrðir dómstóll-
inn að svo sé ekki.
Hægt er að færa fram sannfærandi röksemdir fyrir því að viðurkenning á
reglu um skaðabótaskyldu aðildarríkja EES-samningsins feli ekki í sér framsal
eða annars konar takmörkun á valdheimildum löggjafans sem fari út fyrir þau
mörk sem íslensk stjómskipun leyfir. Engu að síður er nauðsynlegt að hafa í
huga að regla af þessu tagi getur veitt þjóðréttarlegum skuldbindingum ákveðin
bein áhrif að landsrétti enda þótt þær hafi ekki verið teknar þar upp. Sem dæmi
má nefna að einstaklingur kann að öðlast rétt til skaðabóta úr hendi ríkisins af
þeim sökum að hann nýtur ekki réttinda samkvæmt tilskipun við þær aðstæður
að Alþingi hefur af ráðnum hug fellt viðkomandi réttindi úr íslenskri löggjöf.
Mætti halda því fram að með þessu sé höggvið nærri 2. gr. stjómarskrár lýð-
veldisins Islands nr. 33/1944 enda er svigrúm löggjafans til lagasetningar eða
afnáms tiltekinna reglna úr löggjöf í raun (de facto) takmarkað af öðru en
stjómarskrá. Á hinn bóginn er á það bent að ekki fæst séð að neitt standi í vegi
fyrir heimild Alþingis til að festa í lög reglu sem mælir fyrir um skaðabóta-
skyldu ríkisins vegna brota á skuldbindingum samkvæmt EES-samningum.8
Með sama hætti væri Alþingi vitaskuld heimilt að nema slíka reglu úr lögum.
8 Sjá til hliðsjónar 41. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 með síðari breyting-
um. Einnig má til samanburðar geta dóms Hæstaréttar frá 18. júní 1998 í málinu nr. 418/1997: Is-
lenska ríkið gegn Kristjáni Geirssyni. Forsaga málsins er sú að dómarafulltrúi, ásamt tveimur með-
dómsmönnum, hafði leyst úr réttarágreiningi KG og annars aðila (Faghúsa hf.) fyrir héraðsdómi.
Fjárkröfur KG í málinu höfðu ekki verið teknar til greina að fullu og hafði hann af þeim sökum
áfrýjað málinu til Hæstaréttar. Með dómi réttarins 7. júní 1995 (H 1995 1613) var hinn áfrýjaði
dómur felldur úr gildi, og öll meðferð málsins fyrir héraðsdómi, þar sem staða dómarafulltrúa, eins
og henni var þá fyrir komið, var ekki talin uppfylla grunnreglur stjómarskrár um sjálfstæði dóms-
valdsins. Var málinu vísað heim í hérað til nýrrar meðferðar en málskostnaður í héraði og fyrir
Hæstarétti felldur niður. Við meðferð málsins í héraði öðru sinni voru fjárkröfur KG að fullu teknar
til greina. í kjölfar þeirrar niðurstöðu höfðaði KG mál á hendur íslenska ríkinu og krafðist þess að
fá bætt það tjón sem hann hafð orðið fyrir við það að dómarafulltrúi kvað upp dóm í máli hans í
héraði með þeim afleiðingum að meðferð málsins var ómerkt. Hæstiréttur tók kröfur KG um skaða-
bætur til greina með eftirfarandi rökstðningi: „Þótt meðferð Héraðsdóms Reykjavíkur á málinu, að
því er varðar úthlutun til dómarafulltrúa og umfjöllun hans um málið, haft verið í samræmi við það,
sem tíðkast hafði, var engu að síður brotinn réttur á [KG] við meðferð þessa með þeim afleiðingum
að málskot hans til Hæstaréttar ónýttist. Við úrlausn þess, hvort [KG] eigi rétt á því að fá bættan
þann kostnað, sem sannanlega megi rekja til þessa verður að líta til þess að hér var um brot á mikil-
vægum grundvallarréttindum að ræða, sem meðal annars er kveðið á um í Mannréttindasáttmála
Evrópu, er lögtekinn var hér á landi með lögum nr. 62/1994. Þykir því lagagrundvöllur vera til þess
að telja áfrýjanda ábyrgan fyrir þessu tjóni [KG]“.
118