Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 53
Hér ætti það að ráða úrslitum að einstaklingur sem krefst bóta vegna vanefndar ríkis að þjóðarétti byggir bótakröfu sína ekki á þeirri þjóðréttarreglu sem ekki samrýmist réttarreglum landsréttar heldur á skaðabótareglu sem er hluti af landslögum. A þessu tvennu er grundvallarmunur. I öðru lagi er erfitt að gera sér grein fyrir þýðingu setningarinnar „ ... er því eðlilegt að lög sem lögfesta meginmál samningsins séu skýrð svo að meginregl- an um skaðabótaábyrgð ríkisins felist einnig í þeim“. Að orðalaginu virtu verð- ur vart hjá því komist að líta svo á að EFTA-dómstóllinn hafi með þessu afskipti af túlkun dómstóla í einstökum aðildarríkjum á innlendum réttarreglum. Vakin er athygli á því að EES-samningurinn leggur einstökum aðildarríkjum ekki þá skyldu á herðar að lögfesta meginmál samningsins. Akvörðun þar að lútandi er mál einstakra ríkja og stofnunum þeim sem vísað er til í EES-samn- ingnum óviðkomandi. Við það bætist að túlkun réttarreglna að landsrétti heyrir alfarið undir dómstóla einstakra aðildarríkja en að þeirri niðurstöðu hefur EFTA-dómstóllinn sjálfur komist, sbr. 18. málsgrein í máli Erlu Man'u Svein- björnsdóttur. Þar segir meðal annars skýrt: „ ... það er ekki í valdi [EFTAjdóm- stólsins að gefa álit á skýringu innlendra laga ... “. Spurning er hvort EFTA- dómstóllinn geti með þessu verið að gefa í skyn að meginregla um skaðabóta- skyldu aðildarríkja geti að nokkru átt tilvist sína eða efnislegt innihald undir því hvort meginmál EES-samningsins hefur verið leitt í landslög viðkomandi lands eða ekki. Þykir það þó afar ólíklegt enda myndi slík niðurstaða stríða gegn einu af meginmarkmiðum samningsins, einsleitni.9 Eftir stendur að svo virðist sem EFTA-dómstóllinn hafi með ummælum sínum að þessu leytinu til farið út fyrir þau valdmörk sem honum eru sett í 1. mgr. 34. gr. SED-samningsins10 en sam- kvæmt þeirri grein hefur dómstóllinn lögsögu til að gefa ráðgefandi álit „varð- andi túlkun á EES-samningnum“. Loks er ástæða til að geta þess að óhætt virðist að draga þá ályktun af 63. málsgrein í forsendum hins ráðgefandi álits að meginreglur EB-réttar um bein réttaráhrif og forgangsáhrif geti ekki með sama hætti átt við að EES-rétti enda varla umdeilanlegt hvort þær reglur feli í sér framsal á löggjafarvaldi eða ekki. Reglumar hafa gjarnan verið nefndar sem dæmi um hið víðtæka framsal á lög- gjafarvaldi sem átt hefur sér stað frá aðildarríkjum EB til stofnana bandalagsins, einkum framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins. 3. HUGTAKIÐ VANEFND „SAMNINGSAÐILA“ Af 62. málsgrein hins ráðgefandi álits í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur verður ráðið að meginreglan um skaðabótaskyldu samningsaðila EES-samn- 9 Sjá um einsleitni innan EES Stefán Má Stefánsson: „EES samningurinn og lögfesting hans“. Greinargerð unnin að tilhlutan umboðsmanns Alþingis við undirbúning að áliti í máli nr. 2151/1997, um birtingu og miðlun upplýsinga um „gerðir“ skv. EES-samningnum og réttarreglur sem settar hafa verið á grundvelli þeirra. Reykjavík, janúar 1998, bls. 25-29. 10 Samningur EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls frá 2. maí 1992. 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.