Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 53
Hér ætti það að ráða úrslitum að einstaklingur sem krefst bóta vegna vanefndar
ríkis að þjóðarétti byggir bótakröfu sína ekki á þeirri þjóðréttarreglu sem ekki
samrýmist réttarreglum landsréttar heldur á skaðabótareglu sem er hluti af
landslögum. A þessu tvennu er grundvallarmunur.
I öðru lagi er erfitt að gera sér grein fyrir þýðingu setningarinnar „ ... er því
eðlilegt að lög sem lögfesta meginmál samningsins séu skýrð svo að meginregl-
an um skaðabótaábyrgð ríkisins felist einnig í þeim“. Að orðalaginu virtu verð-
ur vart hjá því komist að líta svo á að EFTA-dómstóllinn hafi með þessu afskipti
af túlkun dómstóla í einstökum aðildarríkjum á innlendum réttarreglum.
Vakin er athygli á því að EES-samningurinn leggur einstökum aðildarríkjum
ekki þá skyldu á herðar að lögfesta meginmál samningsins. Akvörðun þar að
lútandi er mál einstakra ríkja og stofnunum þeim sem vísað er til í EES-samn-
ingnum óviðkomandi. Við það bætist að túlkun réttarreglna að landsrétti heyrir
alfarið undir dómstóla einstakra aðildarríkja en að þeirri niðurstöðu hefur
EFTA-dómstóllinn sjálfur komist, sbr. 18. málsgrein í máli Erlu Man'u Svein-
björnsdóttur. Þar segir meðal annars skýrt: „ ... það er ekki í valdi [EFTAjdóm-
stólsins að gefa álit á skýringu innlendra laga ... “. Spurning er hvort EFTA-
dómstóllinn geti með þessu verið að gefa í skyn að meginregla um skaðabóta-
skyldu aðildarríkja geti að nokkru átt tilvist sína eða efnislegt innihald undir því
hvort meginmál EES-samningsins hefur verið leitt í landslög viðkomandi lands
eða ekki. Þykir það þó afar ólíklegt enda myndi slík niðurstaða stríða gegn einu
af meginmarkmiðum samningsins, einsleitni.9 Eftir stendur að svo virðist sem
EFTA-dómstóllinn hafi með ummælum sínum að þessu leytinu til farið út fyrir
þau valdmörk sem honum eru sett í 1. mgr. 34. gr. SED-samningsins10 en sam-
kvæmt þeirri grein hefur dómstóllinn lögsögu til að gefa ráðgefandi álit „varð-
andi túlkun á EES-samningnum“.
Loks er ástæða til að geta þess að óhætt virðist að draga þá ályktun af 63.
málsgrein í forsendum hins ráðgefandi álits að meginreglur EB-réttar um bein
réttaráhrif og forgangsáhrif geti ekki með sama hætti átt við að EES-rétti enda
varla umdeilanlegt hvort þær reglur feli í sér framsal á löggjafarvaldi eða ekki.
Reglumar hafa gjarnan verið nefndar sem dæmi um hið víðtæka framsal á lög-
gjafarvaldi sem átt hefur sér stað frá aðildarríkjum EB til stofnana bandalagsins,
einkum framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins.
3. HUGTAKIÐ VANEFND „SAMNINGSAÐILA“
Af 62. málsgrein hins ráðgefandi álits í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur
verður ráðið að meginreglan um skaðabótaskyldu samningsaðila EES-samn-
9 Sjá um einsleitni innan EES Stefán Má Stefánsson: „EES samningurinn og lögfesting hans“.
Greinargerð unnin að tilhlutan umboðsmanns Alþingis við undirbúning að áliti í máli nr.
2151/1997, um birtingu og miðlun upplýsinga um „gerðir“ skv. EES-samningnum og réttarreglur
sem settar hafa verið á grundvelli þeirra. Reykjavík, janúar 1998, bls. 25-29.
10 Samningur EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls frá 2. maí 1992.
119