Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 57

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 57
ljóslega gætu átt við. Leiða má getum að því að EFTA-dómstóllinn sé með þessu af ráðnum hug að halda þeim möguleika opnum að túlka efni meginregl- unnar um skaðabótaskyldu samningsaðila samkvæmt EES-samningnum með öðrum hætti en Evrópudómstóllinn hefur gert eða mun síðar gera í málum þar sem reynir á skaðabótaskyldu aðildarríkja EB. Samstarf innan vébanda samn- ingsins um Evrópska efnahagssvæðið er vissulega ekki sambærilegt við það samstarf aðildarríkja EB sem mælt er fyrir um í Rómarsáttmálanum, sjá til dæmis dóm EFTA-dómstólsins í máli MagliteP Af þeim sökum er ekki hægt að fullyrða að efni þeirrar meginreglu sem EES-samningurinn hefur að geyma, svo sem um skilyrði bótaskyldunnar, verði án undantekninga talið hið sama og við á um meginregluna að EB-rétti. Hér ber þó að taka mið af því að markmið Rómarsáttmálans og EES-samningsins um að veita einstaklingum réttindi er njóti ákveðinnar verndar eru samrýmanleg og jafnframt að þau markmið skjóta öðrum fremur stoðum undir meginreglur samninganna tveggja um skaðabóta- skyldu aðildarríkja.24 Virðist því ástæðulaust að ætla annað en að sjónarmið um einsleitni geri það að verkum að við túlkun á skilyrðum bótaábyrgðar samn- ingsaðila EES-samningsins beri að taka ríkt mið af dómum Evrópudómstólsins nema veigamiklar röksemdir í einstökum málum mæli því í mót.25 Hinu sama gegnir um túlkun á reglum sem mótast hafa í dómaframkvæmd um umfang skaðabótanna og önnur atriði. Verður það lagt til grundvallar í eftirfarandi umfjöllun en þó ávallt með fyrirvara um sérstök tilvik þar sem markmið EES- samningsins og Rómarsáttmálans fá ekki samrýmst.26 23 Mál E-2/97 [1997] ECR 127. 24 Sjá um þetta Óttar Pálsson, bls. 137-148. 25 Sjá til dæmis ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins 10. desember 1998 f máli E-3/98 Herbert Rainford-Towning (enn ekki birt í skýrslum dómstólsins), 21. mgr. Einnig má vísa til greinar Carl Baudenbacher: „Between Homogeneity and Independence: The Legal Position of the EFTA Court in the European Economic Area“. (1997) 3 The Columbia Joumal of European Law, bls. 202-204. 26 Um bótaábyrgð aðildamkja EB vegna brota gegn EB-rétti hefur margt verið ritað, sjá til dæmis Mats Axén: „Statens skadestándsansvar vid brott mot EG-rátten. (1997) 82 SvJT, bls. 163-172; Roger Van den Bergh og Hans-Bernd Scháfer: „State Liability for Infringment of the E.C. Treaty: Economic Arguments in Support of a Rule of „Obvious Neglingence““. (1998) 23 E.L.Rev., bls. 552-578; Roberto Caranta: „Judicial Protection Against Member States: A New Jus Commune Takes Shape“. (1995) 32 CML Rev., bls. 703-726: Paul P. Craig: ,francovich, Remedies and the Scope of Damages Liability". (1993) 109 The Law Quarterly Review, bls. 505- 621; „Once More Unto the Breach: The Community, The State and Damages Liability“. (1997) 113 The Law Quarterly Review, bls. 67-94; Jonas Christoffersen og Niels Bang Sorensen: „Privates rettigheder ved medlemsstaters overtrædelse af EF-retten“. (1998) Ugeskrift for Retsvæsen B, bls. 165-174; Elspeth Deards: „’Curiouser and Curiouser’? The Development of Member State Liability in the Court of Justice". (1997) 3 European Public Law, bls. 117-145; Nicholas Emiliou: „State Liability Under Community Law: Shedding More Light on the Francovich Principle?”. (1996) 21 E.L.Rev., bls. 399-411; Walter van Gerven: „Bridging the Gap Between Community and National Laws: Towards a Principle of Homogeneity in the Field of Legal Remedies?". (1995) 32 CML Rev., bls. 679-702; „Bridging the Unbridgeable: Community and National Tort Laws after Francovich and Brasserie(1996) 45 I.C.L.Q., bls. 507-544; Carol Harlow: „Francovich and the Problem of the Disobedient State“. (1996) 2 European Law Joumal, bls. 199-225; Carl Michael Quitzow: „„Private enforcement" i EG-rátten - en studie av medlemsstatemas skadestándsansvar i 123

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.