Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 57
ljóslega gætu átt við. Leiða má getum að því að EFTA-dómstóllinn sé með þessu af ráðnum hug að halda þeim möguleika opnum að túlka efni meginregl- unnar um skaðabótaskyldu samningsaðila samkvæmt EES-samningnum með öðrum hætti en Evrópudómstóllinn hefur gert eða mun síðar gera í málum þar sem reynir á skaðabótaskyldu aðildarríkja EB. Samstarf innan vébanda samn- ingsins um Evrópska efnahagssvæðið er vissulega ekki sambærilegt við það samstarf aðildarríkja EB sem mælt er fyrir um í Rómarsáttmálanum, sjá til dæmis dóm EFTA-dómstólsins í máli MagliteP Af þeim sökum er ekki hægt að fullyrða að efni þeirrar meginreglu sem EES-samningurinn hefur að geyma, svo sem um skilyrði bótaskyldunnar, verði án undantekninga talið hið sama og við á um meginregluna að EB-rétti. Hér ber þó að taka mið af því að markmið Rómarsáttmálans og EES-samningsins um að veita einstaklingum réttindi er njóti ákveðinnar verndar eru samrýmanleg og jafnframt að þau markmið skjóta öðrum fremur stoðum undir meginreglur samninganna tveggja um skaðabóta- skyldu aðildarríkja.24 Virðist því ástæðulaust að ætla annað en að sjónarmið um einsleitni geri það að verkum að við túlkun á skilyrðum bótaábyrgðar samn- ingsaðila EES-samningsins beri að taka ríkt mið af dómum Evrópudómstólsins nema veigamiklar röksemdir í einstökum málum mæli því í mót.25 Hinu sama gegnir um túlkun á reglum sem mótast hafa í dómaframkvæmd um umfang skaðabótanna og önnur atriði. Verður það lagt til grundvallar í eftirfarandi umfjöllun en þó ávallt með fyrirvara um sérstök tilvik þar sem markmið EES- samningsins og Rómarsáttmálans fá ekki samrýmst.26 23 Mál E-2/97 [1997] ECR 127. 24 Sjá um þetta Óttar Pálsson, bls. 137-148. 25 Sjá til dæmis ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins 10. desember 1998 f máli E-3/98 Herbert Rainford-Towning (enn ekki birt í skýrslum dómstólsins), 21. mgr. Einnig má vísa til greinar Carl Baudenbacher: „Between Homogeneity and Independence: The Legal Position of the EFTA Court in the European Economic Area“. (1997) 3 The Columbia Joumal of European Law, bls. 202-204. 26 Um bótaábyrgð aðildamkja EB vegna brota gegn EB-rétti hefur margt verið ritað, sjá til dæmis Mats Axén: „Statens skadestándsansvar vid brott mot EG-rátten. (1997) 82 SvJT, bls. 163-172; Roger Van den Bergh og Hans-Bernd Scháfer: „State Liability for Infringment of the E.C. Treaty: Economic Arguments in Support of a Rule of „Obvious Neglingence““. (1998) 23 E.L.Rev., bls. 552-578; Roberto Caranta: „Judicial Protection Against Member States: A New Jus Commune Takes Shape“. (1995) 32 CML Rev., bls. 703-726: Paul P. Craig: ,francovich, Remedies and the Scope of Damages Liability". (1993) 109 The Law Quarterly Review, bls. 505- 621; „Once More Unto the Breach: The Community, The State and Damages Liability“. (1997) 113 The Law Quarterly Review, bls. 67-94; Jonas Christoffersen og Niels Bang Sorensen: „Privates rettigheder ved medlemsstaters overtrædelse af EF-retten“. (1998) Ugeskrift for Retsvæsen B, bls. 165-174; Elspeth Deards: „’Curiouser and Curiouser’? The Development of Member State Liability in the Court of Justice". (1997) 3 European Public Law, bls. 117-145; Nicholas Emiliou: „State Liability Under Community Law: Shedding More Light on the Francovich Principle?”. (1996) 21 E.L.Rev., bls. 399-411; Walter van Gerven: „Bridging the Gap Between Community and National Laws: Towards a Principle of Homogeneity in the Field of Legal Remedies?". (1995) 32 CML Rev., bls. 679-702; „Bridging the Unbridgeable: Community and National Tort Laws after Francovich and Brasserie(1996) 45 I.C.L.Q., bls. 507-544; Carol Harlow: „Francovich and the Problem of the Disobedient State“. (1996) 2 European Law Joumal, bls. 199-225; Carl Michael Quitzow: „„Private enforcement" i EG-rátten - en studie av medlemsstatemas skadestándsansvar i 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.