Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 62
Ekki er hægt að útiloka það að Evrópudómstóllinn eða EFTA-dómstóllinn muni í framtíðinni meta þessi brot á sama hátt og önnur í stað þess að leggja það skil- yrðislaust til grundvallar að aðildarríki hafi gerst sekt um nægilega alvarlega vanrækslu og með því bakað sér bótaskyldu. A hinn bóginn má gera ráð fyrir að þegar um er að ræða augljósa vanefnd eins og það að innleiða ekki tilskipun innan réttra tímamarka þá komi það í hlut viðkomandi aðildarríkis að bera fyrir sig réttlætingarástæður. Við slíkar kringumstæður kann það að reynast erfitt og ljóst er að ekki myndi þýða að bera fyrir sig sérstakar aðstæður innanlands svo sem fjárskort eða það að stjórnskipulegar leiðir við lagasetningu séu þungar í vöfum.40 í landsrétti einstakra aðildarríkja má aldrei gera mildari sakarkröfur en svo að „nægilega alvarleg vanefnd“ geti haft bótaábyrgð í för með sér.41 Aðildar- ríkjum er hins vegar sjálfsagt frjálst að veita einstaklingum rýmri rétt að lands- rétti en þeir njóta samkvæint réttarreglum EES-réttar.42 Eins og fram hefur komið nefndi EFTA-dómstóllinn í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur nokkur atriði sem dómstóll getur litið til við mat á því hvort vanefnd viðkomandi ríkis sé nægilega alvarleg í þeim skilningi sem hér hefur verið lagður í það hugtak. Er rétt að víkja að þeim nokkrum orðum. Var reglan sem brotið var gegn skýr og nákvæmlega afmörkuð eða var hún til þess fallin að valda misskilningi? Hér skal sem dæmi nefnt að í British Telecommunications var tekið fram að regla sú sem á reyndi væri ekki skýr og að hægt væri að færa frambærileg rök fyrir annarri niðurstöðu en dómurinn taldi rétta.43 Var því ekki talið um brot að ræða. Atvik voru þau að breskur dómstóll vísaði til Evrópudómstólsins nokkrum spuming- um um skýringu á tilskipun nr. 90/53144 um reglur um innkaup stofnana sem meðal annars sinna fjarskiptum. Tilskipunin undanskilur ákveðnar stofnanir frá reglunum og snerist ágreiningurinn um undanþáguákvæði 8. gr. Segir þar meðal annars: 1. Tilskipun þessi gildir ekki um samninga sem samningsstofnanir sem stunda starf- semi sem lýst er í d-lið 2. mgr. 2. gr. bjóða út og gera vegna kaupa sem eingöngu eru ætluð til að gera þeim kleift að veita eina eða fleiri tegundir fjarskiptaþjónustu þar sem öðrum stofnunum er frjálst að bjóða sömu þjónustu á sama landsvæði og með sambærilegum skilyrðum. 2. Samningsstofnanir skulu tilkynna framkvæmdastjóminni að hennar ósk um alla þjónustu sem þau telja að sé undanþegin ákvæðum 1. mgr. ...“. 40 Sjá til hliðsjónar sameinuð mál 227-230/85 Framk\’œmdastjómin gegn Belgíu [1988] ECR 1. í 10. mgr. segir m.a.: „ ... the Court has consistently held that a Member State may not plead provis- ions, practices or circumstances existing in its intemal legal system in order to justify a failure to comply with its obligations under Community law“. 41 Brasserie, 79. mgr. 42 Brasserie, 89. mgr. 43 Mál C-392/93 The Queen gegn H.M. Treasury, ex parte British Telecommunications plc. [1996] ECR 1-1631,43. mgr. 44 Tilskipun ráðsins frá 17. september 1990 um reglur um innkaup stofnana sem sinna vatnsveitu, orkuveitu, flutningum og fjarskiptum (90/531/EBE). Sjá 1. mgr. 65. gr. EES-samningsins, sbr. XVI. viðauka. 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.