Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 69

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 69
réttinda sem spretta af EES-samninginum, svo sem með því að tryggja það að einstaklingur geti leitað réttar síns fyrir dómstóli aðildarríkis.67 7. ER ÍSLENSKA RÍKIÐ SKAÐABÓTASKYLT GAGNVART ERLU MARÍU SVEINBJÖRNSDÓTTUR Á GRUNDVELLI MEGIN- REGLU EES- SAMNINGSINS UM SKAÐABÓTASKYLDU SAMNINGSAÐILA? Að fengnu ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins kvað Héraðsdómur Reykja- víkur hinn 18. mars sl. upp dóm í máli Erlu Maríu Sveinbjömsdóttur gegn ís- lenska ríkinu. Segja má að forsendur dómsins byggi að mestu leyti á túlkun EFTA-dómstólsins á ákvæðum tilskipunar nr. 80/987. Með þær skýringar í huga taldi héraðsdómur að byggja yrði á því að stefnandi ætti samkvæmt tilskipuninni rétt á því að íslenska ríkið tryggði honum greiðslu á óinnheimtum vinnulauna- kröfum við gjaldþrot vinnuveitandans. Að mati dómsins stóðu íslensk lög því í vegi að stefnandi fengi notið réttar síns samkvæmt tilskipun nr. 80/987. íslenska rfkið hafði vanrækt þá skyldu sína samkvæmt EES-samningnum, að breyta ís- lenskum lögum á þann hátt að þau stæðu ekki í vegi fyrir því að menn gætu notið þess réttar sem tilskipunin veitti, eða reyna að öðrum kosti að fá sett í tilskipunina undantekningarákvæði sem gerði lagabreytingu óþarfa. Þá taldi dómurinn að vanræksla ríkisins hefði leitt til tjóns fyrir stefnanda. Við mat á því úrlausnarefni hvort stefnandi ætti bótakröfu á hendur ríkinu rakti héraðsdómur fyrst þau sjónarmið sem EFTA-dómstóllinn hafði fært fram til grundvallar þeirri niðurstöðu að skaðabótaskylda samningsaðila væri hluti af EES-samningnum. Jafnframt var vísað til álitsins urn skilyrði skaðabótaskyld- unnar og verður af forsendum dómsins ráðið að hann hafi litið svo á að skil- yrðin um rétt einstaklinga og orsakasamband væru uppfyllt. Við mat á því hvort vanefndin væri nægilega alvarleg segir meðal annars í dóminum að ekki sé upplýst hvemig á því standi að lögum nr. 53/1993 var ekki breytt til samræmis við tilskipunina eða undanþágu óskað frá henni. Ekkert var talið benda til þess að um beinan ásetning hafi verið að ræða. Síðar segir: Um er að ræða einfaldan og auðskilinn lagatexta. Mátti vera tiltölulega auðvelt að sjá að samkvæmt honum var ákveðinn hópur launþega, sem naut réttar samkvæmt til- skipun EBE, útilokaður frá greiðslum úr Ábyrgðasjóði launa. Hvort heldur var um lögvillu að ræða eða það gáleysi að skoða ekki íslensk lög svo rækilega að rétt nið- urstaða yrði fundin þá er álit dómsins að báðar ástæðurnar séu, eins og hér háttar, í raun alvarlegt gáleysi, sem leiði hvor um sig til þess að skilyrði bótaskyldu séu fyrir hendi að þessu leyti. Niðurstaða dómsins var sú að íslenska ríkinu var skylt að bæta stefnanda það 67 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu gæti komið til skoðunar í þessu sambandi, sbr. að EB-rétti mál 222/86 Heylens [1987] ECR 4097. Sjá vangaveltur um stöðu mannréttindareglna innan réttar- kerfis EES, Stefán Má Stefánsson, bls. 37-39. 135
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.