Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 75

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 75
Á VÍÐ OG DREIF KÍNAFÖR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGSINS í APRÍL 1999 Þegar það tók að spyrjast út upp úr áramótum að lögfræðingafélagið hefði í hyggju að efna til hópferðar lögfræðinga til Kína með vorinu fannst mörgum það fráleit hugmynd. Kína væri svo langt í burtu, þar væru mannréttindi fótum troðin, maturinn vondur, ferðin tæki svo langan tíma og tímamunurinn svo mik- ill að fólk væri heila viku að ná áttum. Að vísu hafði dr. jur. Gunnlaugur Þórð- arson, ferðagarpurinn mikli, áformað fyrir nokkrum árum slíka ferð á þing lög- fræðingasamtakanna World Peace Through Law en hætt við á síðustu stundu. Það var of freistandi að láta ekki slíka ferð fram hjá sér fara, jafnvel þótt hún stæði bara í viku. Eg sló til. Lögfræðingafélagið hafði í samvinnu við Sendiráð Islands í Kína og Kín- verska lögmannafélagið, All China Lawyers Association (ACLA), skipulagt vikuheimsókn fyrir lögfræðinga og fylgifé, heimsókn sem bæði var hugsuð sem fræðsluferð og skemmtiferð. Alls voru 83 íslendingar í hópnum, flestir lögfræðingar, en einnig makar, nokkrar mæður og einnig nokkur böm. Fararstjóri var Ragnar Amalds, en hann naut dyggrar aðstoðar Helga Jóhannessonar, formanns lögfræðingafélagsins. Við héldum árla morguns 19. apríl til Keflavíkur og tókum vélina til Kaup- mannahafnar. Þaðan var svo flogið beint til Beijing eftir tveggja tíma stopp á Kastrup. Flugið þangað var ekki nema rúmir 8 tímar. Þegar lent var í morguns- árið á Beijing flugvelli var okkar klukka 11 að kvöldi. Það fór því ekki mikið fyrir nætursvefni þessa nótt. Á flugvellinum tóku á móti okkur Ragnar Baldurs- son sendiráðsfulltrúi í Beijing og leiðsögumennimir þrír kínversku, sem áttu eftir að fylgja okkur hvert fótmál þann tíma sem við dvöldum í Kína. Okkur var ekið í þremur rútum á hótelið, sem reyndist vera mjög í anda þeirra hótela sem fólk þekkir frá Vesturlöndum. Enginn munur þar á. Það sem þó var frábrugðið var útsýnið úr hótelherberginu á 9. hæð. Við blöstu æfingabúðir þjóðvarðliðs- ins, beint fyrir neðan gluggann, sem vaknaði fyrir allar aldir til að æfa réttstöðu og samæfðan gang. Lengra burtu gaf að líta sundurgrafið svæði þar sem moraði allt í verkafólki með derhúfur og skóflur, fólkið mokaði mold til og frá og fyrir 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.