Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Side 79
seta í gerðardómum. Hópurinn sem við hittum þama talaði allur ensku, eina
konan í hópnum hafði verið í eitt ár í starfi á lögmannsstofu í New York og
nokkrir hinna höfðu einnig starfað á lögfræðistofum á Vesturlöndum eða Hong
Kong um tíma. Vinnudagurinn er langur, frá 8-9 á morgnana og til 8-9 á kvöld-
in. Stundum er unnið á laugardögum. Þegar rætt var um fjölskyldulífið kom í
ljós að eina bamið sem fólkið má eignast er annað hvort á heimavistarskóla í
Beijing yfir vinnuvikuna eða því komið fyrir úti í sveit hjá afa og ömmu. Helg-
amar eru svo notaðar til samvista.
Eftir hádegi var svo haldið í skoðunarferð í Lama hofið í Beijing og fylgst
með bænahaldi Kínverja þar. Frásagnir af Dalai Lama eða ástandinu í Tíbet
stemmdu ekki alveg við það sem okkur er sagt á Vesturlöndum.
Á föstudeginum var haldið að Kínamúmum. Eins og menn vita teygir
mannvirkið sig um stóran hluta Kína, samtals um 6000 kílómetra og var byrjað
að reisa múrinn á sjöundu öld f. Kr. Þar sem við komum að Kínamúrnum,
Mutianyu, var hann mjög brattur, en hægt er að velja milli nokkurra staða til
uppgöngu. Markið var sett hátt, klífa skyldi upp á topp á fjallinu eftir múmum.
Þetta minnti á Esjugöngu, bara upp tröppur. Upp komst stór hluti hópsins eftir
mikið erfiði. Ekki var mikið um erlenda ferðamenn á múmum, en Kínverjar
fjölmennir. Sem betur fer var ekki
mjög heitt þennan dag, svo ferðin upp
varð fólki ekki um megn. Þegar upp
var komið hafði hópur kínverskra
krakka komið sér fyrir á endastöðinni
með „ghettóblaster“ og slegið upp
diskóteki með dynjandi kínverskri
popptónlist. Andstæðumar voru slá-
andi.
Eftir hádegi var Hæstiréttur kín-
verska Alþýðulýðveldisins heimsóttur
og dómsalur skoðaður. Þar hittum við
einn hæstaréttardómara sem upplýsti
okkur um störf dómsins. Ekki var laust
við að þreyta væri farin að segja til sín
á þessu stigi hjá hópnum, en athygli
vakti minnisleysi dómarans þegar hann
var spurður um fjölda líflátsdóma hjá
dóminum. Hann sagðist ekki muna
þetta nákvæmlega, enda væri þessi
deild ekki á sínu ábyrgðarsviði. Þar
með var það afgreitt. Við fengum jú
líka skýringar á skilorðsbundnu lífláts-
dómunum. Mönnum er að sjálfsögðu
haldið í fangelsi eftir að hafa verið
Greinarhöfundur á Kínamúrnum. í bak-
grunni má sjá fyrrum formann Lög-
mannafélags Islands.
145