Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Side 80
Hópurinn í lok göngunnar tniklu á Múrinn. Miklum áfanga var náð og margir keyptu sér
Mandarínhúfur í tilefni þess.
dæmdir til lífláts. Ef þeir haga sér vel í tvö ár er líflátsdómurinn endurskoðaður.
Hvorki var greint frá því hverjir mætu hegðun sakamanna á þessu tveggja ára
tímabili né hvaða aðili tæki ákvörðunina um endurskoðun. Þetta, eins og svo
margt annað, var okkur algerlega framandi.
Laugardagurinn var frjáls dagur. Þá var farið á silkimarkaðinn og perlumark-
aðinn og alla hina markaðina og prúttað. Komust íslenskir lögfræðingar í mjög
góða þjálfun við að versla og koma verðinu niður um helming og vel það. Það
sem truflaði svolítið var það að upphafsverðið var yfirleitt svo lágt á okkar
mælikvarða að við kunnum ekki við að koma því mikið neðar. Við ræddum það
okkar í milli að hagstætt gæti verið að fara í innkaupaferðir fyrir jólin til Beijing
í stað Glasgow eða Dublin. Margar perlufestar voru keyptar, silkibindi og nátt-
föt á spottprís.
Þegar kom að því að fá sér að borða þennan dag leist okkur ekki á salatbar-
inn, útiveitingahúsið á silkimarkaðinum, þar sem réttunum var ausið upp úr
stórum olíufötum í dalla eða skálar á borðum og þaðan í plastílát. Við fórum á
Hard Rock, sem var alveg eins og í Kringlunni heima. Meira að segja borðað
með hníf og gaffli.
Síðasta dag heimsóknarinnar var haldið í Sumarhöllina, sem byggð var af
Qing keisaraættinni á 19. öld og er síðasta byggingamannvirki keisaratímans í
Kína. Þar hlustuðum við á fróðlegar sögur af Cixi keisaraekkju, sem var valda-
mikil og klók, og uppátækjum hennar. Ein sagan segir frá því að Cixi hafi lagt
mikið upp úr matargerð og hafi viljað hafa margréttaðar máltíðir. Réttimir í
hverri máltíð voru á annað hundrað. Hún var þó ákaflega neyslugrönn og
smakkaði einungis á örfáum réttum, sem næstir henni voru við borðið. Þetta
146