Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 81

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 81
fannst kokkunum mikil sóun á góðum mat. Þeir ákváðu því að elda einungis fáa rétti og hafa þá næsta keisaraekkjunni, en láta réttina frá deginum áður standa áfram á borðinu. Cixi sá þetta strax, réttimir sem fjær voru, voru ekki ferskir, þeir voru famir að mygla og úldna. Hún ákvað því að bjóða öllum starfsmönn- um hallarinnar í mat með sér. Allir urðu að borða fylli sína og dásama matinn. Sagan segir að kokkamir hafi ekki reynt þessa aðferð aftur. Eftir hádegi var Sól- hofið skoðað, en það er í miðborg Beijing. Á sunnudagskvöldið var haldið í Pekingóperuna í Changs'An leikhúsinu. Þetta var hefðbundin óperusýning, full af táknum og skrautlegum búningum og söng sem sker í eyrun. Leiðsögumennimir ákváðu að hafa heimsóknina þangað einungis í klukkutíma, en sýningin tók víst þrjá tíma. Eg held að íslendingamir hafi verið þeim þakklátir fyrir hugulsemina, því þótt kínversk ópera sé forvitni- leg er hún ekki til að horfa á í fleiri tíma. Daginn eftir var haldið af stað heim á leið snemma. Flugvöllurinn í Beijing er einungis byggður fyrir þriðjung þeirrar umferðar sem um hann fer. Kínverjar bregðast þannig við að öll afgreiðsla er afar hröð. Eg man ekki eftir öðmm eins hraða á innritun í flug og þar. Þetta var vel smurð vél. Flugið til Kaupmannahafnar gekk snuðrulaust, fólk svaf eða las eða horfði á sjónvarp í þessa 9 tíma sem það tók. Við stoppuðum í 5 tíma í Köben og röltum um Strikið og fannst við komin heim. Um kvöldið lentum við svo í Keflavík eftir 22 tíma ferðalag frá Beijing. Þann tíma sem lögfræðingar vora á fundum með ráðamönnum í Beijing vora ættingjar og makar að skoða samyrkjubú og hýbýli fólks í borginni og heim- sækja keisaragrafimar svo eitthvað sé nefnt. Ferðin var öllum þeim sem í hana fóra ógleymanlegt ævintýri sem verður ekki endurtekið. Vel skipulagt frá upphafi til enda. Ekkert fór úrskeiðis, allt stóðst. Helst mátti setja út á stífar tímasetningar og litla hvfld milli dagskrárliða, sem kenna mátti um mikilli umferð í Beijing. Leiðsögumennimir okkar hrifu alla með sér og þegar Laura söng vögguvísumar í rútunni á leiðinni út á flugvöll vöknaði sumum um augu. Það sem kom mér einna mest á óvart í ferðinni var hve Beijing er vestræn borg. Stjómvöld rífa niður heilu íbúðahverfin til að reisa háhýsi skrifstofu- og hótelbygginga. Fólkið úr sveitunum flykkist í borgimar, allir fá vinnu, atvinnu- leysi þekkist ekki. Torg hins himneska friðar var lokað. Þar var verið að gera við til að undirbúa 50 ára afmæli Kínverska alþýðulýðveldisins 1. október n.k. Okkur taldist til að um 3000 kínverskir verkamenn væru inni á svæðinu, sem var umgirt bárajámi, við hellulögn. Minna var um það talað að í maí eru 10 ár frá því að námsmannamótmælin á torginu vora þögguð niður með hervaldi. Andstæðumar vora alls staðar sláandi. Svartir Mercedes bflar keyrðu um göt- umar við hlið rickshaw hjólanna, reiðhjóla með farþegasætum fyrir tvo. Eldri menn í Maobúningum gengu við hlið unglinga í Nike skóm og gallabuxum. Mengunin var slík að sveið í augum og sást ekki til sólar. Litlu hlutirnir verða líka eftirminnilegir. Litli strákurinn á Kínamúmum sem rétti mér höndina og 147

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.