Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1996, Page 14

Ægir - 01.08.1996, Page 14
w Islenska kvótakerfið það besta í heiminum Brynjólfur Bjarnason forstjóri Granda Á því fiskiveiðiári sem senn er liðið hafði Grandi hf. í Reykjavík 6,12% hlutdeild í botnfiskkvóta á íslands- miðum og var það stærsti hlutur einstaks fyrirtækis í kvótanum. Grandi gerir út 8 togara, rekur frystihús og veitir um 450 manns atvinnu. Dótturfyrirtæki Granda, Faxamjöl, er að stækka loðnuverk- smiðju sína. Grandi á 23,1% hlut í Þormóði ramma hf. á Siglufirði, 25% hlut í Árnesi hf. í Þorlákshöfn og 40% í Bakkavör, sem vinnur úr hrognum. Að auki á Grandi 19% hlut í Friosur S.A. í Chile og ásamt Þormóði ramma á Grandi hlut í Pesquera Siglo sem er rækjuútgerð í Mexíkó. Grandi er risi í íslensku atvinnulífi, 26. stærsta fyrirtækið yfir heildina og stærst sjávarútvegsfyrirtækja og velti rúmlega 3,8 milljörðum' króna árið 1994. Fyrstu sex mánuði þessa árs var 215 milljóna króna hagnaður af rekstri fyrirtækisins og þegar Brynjólfur Bjarna- son forstjóri ræddi við Ægi lá beinast við að spyrja. Er þetta nægur hagnaður? „Ég kalla þetta viðunandi afkomu," sagði Brynjólfur. „Þetta má ekki minna vera miðað við það fjármagn sem er bundið í fyrirtækinu." Er þetta í samræmi við skilgreind markmið? „Þetta var mjög svipað og áætlanir okkar gerðu ráð fyrir. Reyndar urðu fjár- magnsgjöld heldur minni en við ætluð- um og þáttur útgerðar í hagnaði heldur minni og þessir tveir þættir vógu hvor annan upp. Hér hefur lengi verið stunduð áætl- anagerð um afkomu og hagnað og flest sem lýtur að rekstrinum. Þessu byrjuð- um við á fyrir 10 árum og ég minnist þess að þá nutum við aðstoðar ráðgjafar- fyrirtækis og einhvers staðar spurðist það út að við værum að áætla aflann. Það hringdu að minnsta kosti tveir skip- stjórar inn og spurðu hvort þetta væri 1 4 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.