Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1996, Qupperneq 20

Ægir - 01.08.1996, Qupperneq 20
Fleiri nýjar fisktegundir á ÍSLANDSMIÐUM Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson I 7.-8. tbl. Ægis 1994 og 10. tbl. 1995 er sagt frá 14 nýjum fisktegund- um sem fundist hafa á íslandsmiðum frá 2. útgáfu bókarinnar íslensk- ir fiskar árið 1992 til júníloka 1995. Enn hafa nokkrar nýjar fiskteg- undir bæst við og hér á eftir fer lýsing á 9 tegundum sem fundist hafa eftir að fyrri lýsingar birtust og til loka júní 1996. Þessar fisktegundir eru glókollur, margbroddabakur, brynhali, ísþorskur, svartdjöfull, ýmir, drekahyrna, langhyrna og stangarnefur. Eftir er að lýsa þremur tegundum af sægreifaætt: margreifa, sægreifa og rauðgreifa, tveimur tegundum af mjóraætt: grænlandsmjóra og djúpmjóra, og einni teg- und af sogfiskaætt. Sægreifarnir eru allir í meðferð ennþá, mjórunum verður lýst á öðrum vettvangi og frumlýsingu vantar ennþá á sogfisk- inum. Ætt: Sægreifaætt, CETOMIMIDAE Glókollur, Cetostoma regani Zugmayer, 1914 Stœrð: 25 cm. Lýsing: Langvaxinn og þunnvaxinn fiskur. Mesta hæb er viö fremri rætur raufarugga. Haus er í meðallagi stór og þunnvaxinn. Línan frá trjónu aftur á hnakka er innbogadregin. Nasaop eru aðeins nær trjónuenda en augum. Fremri nasaop eru minni en þau aftari. Augu eru örsmá. Skoltar eru stórir og ná aftur fyrir miðjan haus. Tennur á skolt- um eru örsmáar og þríhyrndar. Tennur á plógbeini eru svipaöar skoltatönnum en smærri og næstum því ógreinanlegar í stórum fiskum. Tennur á gómbeinum eru minni en skoltatennur en stærri en plógbeinstennur. Bak- og raufaruggi eru langir og háir og upphækkaðir. Bakuggi er lengri en raufaruggi. Lengd bak- og raufarugga fiska þessarar ættkvíslar og fjöldi uggageisla er meiri en hjá fiskum annarra ættkvísla þessarar ættar. Sporð- ur er velþroskaður. Eyruggar eru lág- stæðir og frekar smáir. Kviðugga vantar. Eftir kviði frá eyruggum að fremstu geislum raufarugga eru samsíba húð- rendur eða fellingar. Rák er breiö og holótt og nær frá sporði fram á haus. Á haus er greinilegt rákarkerfi. Litur er raub- og appelsínugulur á haus, bolur er svartur en stöku uggarnir eru með skærrauðum jöbrum. Hold er rauðleitt eða appelsínugult og virðist fiskurinn vera þannig á lit því roð flett- ist auðveldlega af í veiðarfærum. Geislar í bakugga (B) eru 29-37, í raufarugga 26-34, í eyrugga (E) 20-21 og fjöldi hryggjarliða er 47-53. Heimkynni: Glókollur hefur fundist í öllum heimshöfum og hafa rúmlega 150 fiskar fundist (Paxton, 1989). í Atlants- hafi er aðalútbreiðslusvæðib á milli 50°N og 40°S, í Kyrrahafi frá 42°N til 15°S og í Indlandshafi frá 3°N til 30°S. í apríl 1995 fannst afturhluti fisks af þessari tegund á grálúðuslóð vestan Víkuráls en ekki tókst að greina þennan hluta til tegund- ar fyrr en í maí ári síðar þegar 20 cm fisk- ur sömu tegundar veiddist á svipuðum slóðum. Báða þessa fiska veiddi togarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK. Lífshættir: Úthafs-, miðsævis- og djúpfiskur sem fundist hefur á 650-2250 metra dýpi. Fæba er m.a. ljósáta o.fl. smákrabbadýr. Ætt: Broddabakaætt, NOTACANTHIDAE Margbroddabakur, Polyacanthonotus challengeri Vaillant, 1888 Stœrð: Allt að 60 cm. Lýsing: Langvaxinn og þunnvaxinn fiskur sem mjókkar aftur og endar í oddmjóum sporði. Haus er meðalstór. Lengd trjónu er um tvöföld lengd augna. Fremri og aftari nasaop eru þétt- stæb. Skoltar ná aftur á móts við fremri jaðar augna. Langur bakuggi sam- anstendur af fjölda smárra og sterkra gadda. Raufaruggi nær frá miðjum fiski og aftur að sporði. Rák er greinileg. Litur er gráblár að ofan en dökkblár ab neðan eins og á fjölbroddabak, P. ris- soanus, en það er fiskur sömu ættkvísiar 20 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.