Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1996, Side 34

Ægir - 01.08.1996, Side 34
Tæknideild Fiskifélags íslands Þann 1. sept. sl. kom nýr skuttogari Helga RE 49 til heima- hafnar íReykjavík. Skipið er smíðað hjá Slipen Mekanisk Verk- sted A.S. í Sandnessjöen Noregi smíðanúmer 57 og er skipið hannað hjá Skipsteknisk A.S. í Alesund Noregi. Helga RE er fyrsta nýsmíði fyrir íslendinga frá Slipen Mek. Verkst. en Guð- munda Torfadóttir VE (skipaskrárnúmer 2191), sem kom not- uð til landsins, var smíðuð hjá þessari stöð. Guðmunda Torfa- dóttir hefur verið seld úr landi. Skipið verðurgert út á rœkjuveiðar með fullvinnslu um borð. Þrjár togvindur eru í skipinu og verður veitt með tveimur troll- um þar sem því verður við komið. Helga RE 49 kemur í stað Helgu IIRE 373 (skipaskrárnúm- er 1903), fjölveiðiskips sem var smíðað fyrir útgerðina 1988, einnig hverfa úr rekstri önnur skip og bátar. Helga II RE 373 var seld til Samherja hf. og heitir nú Þorsteinn EA 810. Fyrsta skip útgerðarinnar, og bar nafnið Helga RE 49, var sœnskur eikarbátur smíðaður 1947 og var með 260 hestafla Polar aðalvél. Nýja Helga RE 49 er með 4.590 hestafla Wartsild aðalvél. í nýju Helgu RE er Caterpillar hjálparvél (Ijósavél) 1.033 hestöfl. Einnig er 250 hestafla hapmrljósavél í skipinu frá Caterpillar. Eigandi Helgu RE 49 er Ingimundur hf. í Reykjavík. Ingi- mundur hf. var stofnað í júlí 1947 og verður því fyrirtœkið 50 ára á ncesta ári. Skipstjórar á Helgu RE eru Viðar Benedikts- son og Geir Garðarsson og yfirvélstjóri er Björgvin Jónasson. Framkvœmdastjóri útgerðar er Ármann Ármannsson. Almenn lýsing Almennt: Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglu'm og undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki *1A1, Stern Trawler, ICE 1C, *MV, skrokkur skipsins er smíðaður í flokki Ice 1A*. Skipið er skuttogari með tveimur þilförum milli stafna, peru- stefni, skutrennu upp á efra þilfar, hvalbak á tveimur hæðum á fremri hluta efra þilfars, íbúðahæð ásamt brú á reisn aftantil á efra hvalbaksþilfari. Rými undir neðra þilfari: Fjögur vatnsþétt þverskipsþil skipta skipinu í eftirtalin rými, talið framan frá: Stafnhylki fyrir sjó- kjölfestu, hliöarskrúfurými með brennsluolíugeyma í síðum, fiskilest með botngeymum fyrir brennsluolíu, vélarúm með vélgæsluklefa fremst b.b.-megin og botngeymum fyrir fersk- vatn o.fl. og aftast skutgeyma fyrir brennsluolíu. Neðra þilfar: Fremst á neðra þilfari er stafnhylki fyrir sjó- kjölfestu, keðjukassar og þar fyrir aftan milliþilfarlest (um- búðalest), þá vinnsluþilfar með fiskmóttöku aftast og ferskvatnsgeymum þar undir, aftan við fiskmóttöku er stýr- isvélarúm. B.b.-megin við fiskmóttöku og stýrisvélarúm er vélareisn, ketil- og hjálparvélarúm. S.b.-megin er vélareisn, set- og daggeymar og verkstæði. B.b.-megin á vinnsluþiifari er stigahús sem tengir saman efra þilfar, vinnslurými og vél- gæsluklefa. Efra þilfar: Fremst á efra þilfari eru sex grandaravindur. Síðuhús b.b,- og s.b.-megin liggja aftur, næstum samfelld. í b.b.-síðuhúsi eru íbúöir með stakka- og hlífðarfatageymslu og salernisklefa aftarlega, þar fyrir framan íbúðakiefar, salernis- og snyrtiklefar. Fremst s.b. megin í síöuhúsi er dælurými fyr- 34 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.