Ægir - 01.08.1996, Síða 40
kerfi frá Rapp Hydema A.S. Þrjár togvindur, sex grandaravind-
ur, þrjár hífingavindur (gilsavindur), þrjár hjálparvindur aft-
urskips, netvinda, kapalvinda, kapstanvinda og akkerisvinda.
Auk þess eru fimm léttivindur. Kranar eru frá Aukra Industri
A/S.
Togvindur: Aftarlega á bakkaþilfari (neðra hvalbaksþilfar)
s.b - og b.b.-megin eru tvær togvindur af gerð TWS-7541.
Tæknilegar upplýsingar
Tromlumál.................. 508 mmo x 1.780 mmo x 1.820 mm
Víramagn................... 3.020 m af 34 mmo vír.
Toátak á mitt víralag...... 18,0 tonn.
Dráttarhraði við mitt víralag ... 87 m/mín.
Þrýstingur................. 175bar.
Olíustreymi................ 953 l/mín.
Viðbótartogvinda: B.b.-megin á bakkaþilfari, framan við
b.b.-togvindu, er þriðja togvindan af gerð TWS-11041.
Tæknilegar upplýsingar
Tromlumál................... 610 mmu x 1.780 mmo x1.820 mm.
Víramagn.................... 2.880 m af 34 mma vír.
Togátak á mitt víralag...... 26,4 tonn.
Dráttarhraði við mitt víralag ... 89 m/mín.
Þrýstingur.................. 175bar.
Olíustreymi................. 1.425 l/mín.
Grandaravindur: Fremst, á lokuðu togdekki, eru sex grand-
aravindur af gerð SWB-3500, tromlumál 419 mmo x 1.700
mmo x 700 mm.Togátak og dráttarhraði á tóma tromlu er
15,3 tonn, 43 m/mín.
Hífmgavindur: Á bátaþilfari (efra hvalbaksþilfari) aftan við
brú eru tvær hífingavindur (gilsavindur) og auk þess er ein
gilsavinda staðsett á brúarþilfari. Gerð GWB-3500. Tromlu-
mál 419 mmo x 1.000 mmo x 550 mm, togátak og dráttar-
hraði á tóma tromlu er 18,9 tonn, 35 m/mín.
Pokalosunarvinda: B.b.-megin á toggálgapalli er pokalosun-
arvinda gerð GWB-3500, tromlumál 419 mmo x 900 mmo x
400 mmm. Togátak og dráttarhraði á tóma tromlu er 15,3
tonn, 43 m/mín.
Útdráttarvindur: Aftast á toggálgapalli eru tvær útdráttar-
vindur af gerð DW-7,5, tromlumál 324 mmo x 800 mmo x
300 mm. Togátak og dráttarhraði á tóma tromlu er 7,5 tonn,
52 m/mín.
Netvinda: Yfir togþilfari er netvinda gerö NDD-3500B,
tromlumál 419 mmo x 2.740 mmo x 3.500 mm. Togátak
og dráttarhraði á tóma tromlu er 19 tonn, 36 m/mín.
Tromlan er tvískipt og hægt að keyra hvorn helmingin fyrir
sig.
Kapalvinda: Aftast á toggálgapalli er kapalvinda gerð SOW-
500, tromlumál 368 mmo x 880 nimo x 1.400 mm. Togátak
og dráttarhraði á tóma tromlu er 2,1 tonn, 68 m/mín.
Smávindur: í skipinu er fimm léttivindur fyrir bakstroffu-
hífingar og aðra þætti.
Kranar: Á efra hvalbaksþilfari, framan við brú, er krani frá
Aukra Industri, lyftigeta 1,5 tonn við 8 m arm. Á bakkaþil-
fari, aftan við s.b.-vindu, er krani frá Aukra Industri lyftigeta
4,5 tonn við 11 m arm.
Kapstan: Aftarlega á togdekki s.b.-megin er kapstanvinda
gerð CF-601, togátak og dráttarhraði er 4,5 tonn, 30 m/mín.
Akkerisvinda: í lokuðu rými fremst á efra hvalbaksþilfari
er akkerisvinda með tveimur koppum og tveimur útkúpplan-
legum keðjuskífum, gerð MW-12,0/202. Togátak dráttarhraði
á kopp er 10,23 tonn, 20 m/mín.
Rafeindatæki, tæki í brú og fl.
Ratsjá: Furuno FAR-2825 X band ARPA.
Ratsjá: Furuno FAR-2835 S band ARPA.
Gyroáttaviti: Anschutz Standard 20.
Seguláttaviti: John Lilley & Gilley.
Sjálfstýring: Furuno FAP-330.
Vegmælir (Doppler): Furuno CI-80.
GPS: Furuno GP-500-MK-II.
GPS: Furuno GP-1800.
GPS leiðréttingatæki: Furuno FBX-II.
Leiðariti: Max Sea stjórntölva.
Dýptarmælir: Furuno FCV-10.
Dýptarmælir: Furuno FCV-780.
Dýptarmælir: Furuno FE-881 MK-II (pappírsmælir).
Höfuðlínumælar: Furuno CN-22, tveir mælar.
Aflámælir: Scanmar CGM-03.
Talstöð: Skanti TRP-9500 mið- og stuttbylgjustöð GMDSS kerfi.
Örbylgjustöð: Skanti DSC-3000, tvær stöðvar.
Örbylgjustöð: Furuno FM-2520.
Vörður: Skanti WR-6020, 2182 kHz.
Miðunarstöð: Furuno FD-527.
Veðurkortamótakari: Furuno Fax-210.
Móttakari (Navtex): Furuno NS-500.
Gervitunglasamskipti: Thrane & Thrane TT-3020 B, standard C.
Sjávarhitamælir: Furuno T-2000.
Vindhraðamælir: Koshinewane KB 0101 T.
Síma- og skipskallkerfi: Brimrún Brim 13.
Kallkerfi á dekk: Steenhams PK 20S.
Auk þess eru innanskipssjónvarpskerfi með þrjár tökuvélar
og tvo skjái í brú frá Sony, eyðslumælir frá Wartsila og fleiri
tæki. Aftast í stýrishúsi eru stjórntæki fyrir vindur og ísgálga.
Togvindukerfið er útbúið með sjálfvirkum átaksjöfnunarbún-
aði.
Af öryggis- og björgunarbúnaði eru tveir tuttugu manna
og einn tíu manna Viking gúmmíbjörgunarbátar og léttabát-
ur með utanborðsvél. Eldvarnakerfi, flotgallar, reykköfunar-
tæki og þrjár neyðartalstöðvar. □
40 ÆGIR