Ægir - 01.12.1997, Page 29
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
gætu staðið að framleiðslunni. Ef
fjórar fiskvinnslur ætla sér að frysta ca.
5000 tonn af Japansloðnu hver geta
þær sameinast um að byggja eina
köfnunarefnisverksmiðju sem kostar
um 400 miljónir króna. Lítið
tankskip sér svo um að koma
köfnunarefninu í stóra
geyma nálægt vinnslustöðv-
unum og því má reikna með
að hvert fyrirtæki þurfi að
leggja í ca. 130 milljóna
króna fjárfestingu til að fá í
sinn hlut um 7000 tonn af
köfnunarefni árlega. Geym-
arnir á hverjum stað kosta
ca. 160 miljónir króna og
vegna þess að köfnunarefnið
er geymt í þeim við um 195
gráðu frost þurfa þeir að vera
tvöfaldir. Innra byrðið þarf
að vera úr áli eða ryðfrýju
stáli til að hrökkva ekki
sundur vegna kuldans og
auk þess þurfa tankarnir
mikla einangrun svo köfn-
unarefnið sjóði ekki allt
saman vegna hitans frá um-
hverfinu. Köfnunarefnið er
við suðumark í tönkunum,
en það er ekki undir þrýst-
ingi. Reikna má með að tæp
2000 tonn sjóði af tankinum
á ári, og því stendur hvert
vinnsluhús með fullan 5000
tonna tank þegar frystiver-
tíðin hefst. Með þessu er
búið að hafa köfnunarefnis-
verksmiðjuna og tankskipið í
stöðugum rekstri allt árið, og
hvert fyrirtæki á uppsafnaða
frystigetu fyrir 5000 tonn af
loðnu um miðjan febrúar.
Þúsund tonna frystigeta
á sólarhring í hverri
vinnslu
Hægt er að smíða mjög
ódýra lausfrysta sem nota
köfnunarefni og ástæðan
liggur einkum í því að engin
þörf er á þjöppum, varmaskiptum eða
öðrum venjulegum tækjabúnaði. Það
hve loðnan er smár fiskur eykur
einnig frystihraðann, og með ca. 30
milljóna króna lausfrysti er hægt að
frysta 2000 tonn af loðnu á sólarhring
án þess að nota nema fáeina tugi
kílówatta í rafafli.
Sambærileg afkastageta í plötufryst-
um myndi kosta vel á annan milljarð
Lopapeysur - vettlingar
ullarsokkar - grifflur
Veljum íslenslct
QP
k%
H ANDPRJON ASAMBAND ISLANDS
Skólavörðustíg 19 101 Reykjavík Sími: 552 1890 Fax: 552 1912
ÆCm 29