Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 35
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Benedikt Alfonsson, skólastjóri Siglinga-
skólans.
réttinda heyrir undir menntamála-
ráðuneytið og í kennsluskrá fyrir 30
tonna réttindanám er áskilið að
kennslustundir skuli vera 123. „Þegar
um er að ræða kvöldnámskeið þá eru
þetta níu vikur og kennt tvisvar í viku.
En ég hef líka verið með námskeið á
daginn en þá ljúka menn því á 12
dögum. Á 30 tonna námskeiðunum
fær fólk innsýn í marga hiuti sem
tengjast sjómennsku. Fyrst og fremst
er það siglingafræðin, siglingareglur,
fræðsla um stöðugleika skipa, siglinga-
tæki, fjarskipti, vélfræði, skyndihjálp,
fræðsla um veður, björgunartæki og
neyðarbúnað. Þetta námsefni er því
mjög gagnlegt fyrir fólk, enda koma
margir sem ekki eru beinlínis á leið-
inni út á sjó. En miðað við áhugann á
30 tonna réttindanámskeiðunum af
mönnum á aldrinum 30-40 ára þá er
enn mikill áhugi á smábátaútgerðinni.
Menn meta það greinilega svo að
þetta sé, þrátt fyrir allt, ekki vonlaus
atvinnuvegur," segir Benedikt.
Til viðbótar 30 tonna réttindanám-
skeiðunum býður skólinn upp á nám-
skeið í hafsiglingum á skútum, nám-
skeið til úthafssiglinga og skútusigl-
inganámskeið.
A námskeiði hjá Siglingaskólanum:
Greinilegur áhugi enn á
smábátasj ómennskunni
- segir BenediktAlfonsson, skólastjóri
Htngað keinur á námskeið bœði
fólk sem er að ná sér í réttindi í
atvinnuskyni, fólk sem cetlar sér að
ná í nteiri réttindi og fara t.d. í sigl-
ingar á skútum og síðan fólk sem
hreinlega vill ná sér í réttindi af
áhuga," segir Benedikt Alfonsson
skólastjóri hjá Siglingaskólanum í
Reykjavík en skólinn er meðal þeirra
sem bjóða upp á réttindanámskeið í
siglingum.
Ekki er vafamál að líkt og með flest
annað nám þá eru námskeið í sigling-
um mjög gagnleg og kennski ekki bara
fyrir þá sem hyggja á sjómennsku sem
atvinnu því að á námskeiðunum er
fræðsla um marga gagnlega þætti.
„Námskeiðið til 30 tonna réttinda
nær yfir smábátaútgerðina og er
skyldunámskeið samkvæmt lögum
fyrir stjórnendur smábáta. Ætli menn
sér að fara að stunda smábátaútgerð
og vera sjálfir skipstjórar þá þarf til
viðbótar að fá atvinnuréttindi en það
skírteini er veitt gegn prófskírteini úr
30 tonna námskeiði til viðbótar augn-
vottorði og vottorði um 18 mánaða
siglingatíma," segir Benedikt en sigl-
ingatíma geta menn fengið með því
að hafa verið á sjó í þennan tíma,
hvort heldur er á smábát eða stærri
skipum.
-Er það fólk sem er að koma til
námskeiðsins hjá þér að koma úr sjó-
mennsku og ætlar sér í eigin útgerð?
„Mér sýnist að það sé um þriðjung-
ur sem leitar hingað sem hefur sjó-
mennskuna sem atvinnu en hitt er
„hobbý-fólk"," segir Benedikt.
Kennsla á námskeiðum til 30 tonna
Miðað við áhuga á námskeiðum til 30 tonna réttinda þá eru margir sem Itafa hug á
smábátaútgerð. Reynslan sýnir líka að fjölmargir afla sér þessara réttinda líka af
hreinum áhuga fyrir sjómennsku og siglingum. Myndin er tekin á námskeiði til 30 tonna
réttinda. Myndir: Páhni Guðmundsson
ÆGIIR 35