Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 41
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Sigmar Þröstnr Óskarsson, handbolta-
markvörður, er liðtœkur í fleiru en verja
fóst skot. Hann var á tímabili starfsmaður
Netagerðarinnar Ingólfs.
Aðspurður hversu stór hluti af
vinnu fyrirtækisins snúist um uppsetn-
ingar á nýjum nótum segir hann að
það sé um helmingur. Loðnunætur Iifi
ekki lengur en fimm ár þannig að end-
urnýjunin sé nokkuð ör.
Þróun veiðarfæra
ör hér á landi
Birkir telur að þróunin í veiðarfær-
um hér landi sé hröð og raunar njóti
greinin góðs af því hversu nýjunga-
gjarnir og opnir íslendingar eru í hugs-
un. Fyrir fjórum árum var til dæmis
leitað til Netagerðarinnar Ingólfs með
þá fyrirspurn hvort mögulegt væri að
þróa hentugt flottroll fyrir síldveiðar.
„Við sögðum einfaldlega að þetta
hljóti að vera gerlegt og upp úr því er
komið síldarflottroll sem menn hafa
verið að ná ágætum árangri með á síld-
armiðunum. Enda sáum við engar for-
sendur til þess að við gætum ekki veitt
síld í flottroll ef að írarnir eru að gera
það," segir Birkir.
„Ég held að við stöndum okkur
ágætlega íslendingar í því að þróa veið-
arfæri, ef borið er saman við nágranna-
þjóðir okkar. Við erum ekkert að eyða
of miklum tíma í vangaveltur heldur
reynum að gera breytingar eftir því
Glaðbeittir starfsmenn Netagerðarinnar Ingólfs á fimmtugasta starfsári fyrirtœkisins.
Það er til marks um verkefnastöðuna að varla hefur unnist tími til að gera dagamun
vegna 50 ára afmcelisins. Myndir: Fréttir/Vestmannaeyjum
sem reynslan sýnir af veiðunum úti á
sjó og þannig fáum við betri og betri
veiðarfæri.
Hér hjá Netagerðinni Ingólfi leggj-
um við sjálfir mikla áherslu á þróun
veiðarfæra og sú vinna fer þannig fram
að byrjað er á teikningum á borði og
síðan eru teikningar færðar yfir í tölvu
og reiknuð út hlutföll og þá hefst fram-
leiðslan sem gjarnan er í mjög nánu
samstarfi við útgerðirnar og þá sem
nota eiga veiðarfærin. Gjarnan kemur
svona lagað líka til af því að menn
hringja í okkur, eins og t.d. með flott-
trollið fyrir síldina, og bera undir okk-
ur hugmyndir sem síðan geta orðið að
veruleika," segir Birkir.
Möguleikarnir í framtíðinni
Netagerðin Ingólfur hefur verið í
samstarfi við erlenda framleiðendur
veiðarfæra á undanförnum árum, til að
mynda á írlandi, og greinilegt er á
Birki að haldið verður áfram á þeirri
braut. Uppistaðan í rekstrinum mun
engu að síður verða í þjónustu á inn-
anlandsmarkaði og það segir Birkir að
opnun útibúanna á Þórshöfn og Fá-
skrúðsfirði undirstriki.
„Það skiptir líka miklu máli þegar
talað er um möguleika í þróun og ný-
sköpun að fyrirtækin séu nægilega
sterk til að takast á við slíkt. Við viljum
gjarnan halda áfram á þeirri braut og
þess vegna erum við að stíga þessi skref
sem breikka undirstöður fyrirtækisins
og gera það sterkara fyrir verkefni
framtíðarinnar," segir Birkir Agnars-
son.
Grunnur lagður að atvinnumanni í fót-
bolta. Hermann Hreiðarsson, núverandi
atvinnumaður í ensku knattspyrnunni ger-
ir við nót.
mm 41