Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1998, Side 29

Ægir - 01.03.1998, Side 29
(Xækni og fiskvinnsla SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Hörður segir þetta verkefni hafa í raun verið klæðskerasaumuð lausn á fyrirspurn sem Frosti hf. hafi sett fram og einmitt þetta verkefni sé gott dæmi um þann ávinning sem fyrirtæki geti haft af samstarfi. „Ég las eitt sinn þá setningu í bók að allan ávinning sem hægt væri að ná með samruna fyrirtækja mætti einnig ná með samstarfi. Góð samvinna öflugra fyrirtækja skilar oft meiru og reynsla okkar af svona samstarfi um lausn verkefna er mjög góð. Við fögnum því verkefnum af þessu tagi og þetta ört vaxandi fyrirtæki, 3xStál, hefur reynst okkur góður samstarfsaðili," segir Hörður. Flokkunin mikilvæg til að hámarksnýta hráefnið Nýverið setti Póls hf. upp samvalsbún- að hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. og slíkan búnað frá fyrirtækinu er að finna hjá mörgum öðrum fiskvinnslu- fyrirtækjum hér á landi. Búnaðurinn nefnist Samval 7 og með honum fer fram sjálfvirk vigtun í pakkningar og hægt er að nota hann fyrir allar teg- undir hráefnis. Ekki hvað síst er þessi búnaður notadrjúgur í þeirri bita og fullvinnslu sem mörg fyrirtæki eru að fara út í eða eru byrjuð á. Hjá Snæfelli hf. í Hrísey er til að mynda fullkomnasta og afkastamesta samvals- samstæðan sem Póls hf. hefur sett upp hér á landi. Auk þessa býður Póls hf. flokkara sem byggja á áralangri reynslu fyrir- tækisins í vigtun og meðferð á fiski. Búnaðurinn hentar fyrir jafnt heilan fisk sem flök og nýtist fyrir frystan fisk, ferskan eða saltaðan. Flokkunarbúnaður frá Póls hf. er hjá íshúsfélagi ísafjarðar og þar er hann notaður til að flokka hráefnið áður en það er sent inn í vinnsluna. Þetta segir Gunnar að fyrirtæki muni gera í vaxandi mæli enda hafi for- flokkunin mikið að segja um nýtingu á hráefninu - það að hráefnið fái ná- kvæmlega rétta meðferð og nýtist best. Gunnar segir ekki fjarlægt að flokkunarbúnaður mun í æ ríkari mæli verða um borð í ís- lenskum fiskiskipum þannig að nákvæm forflokkun fyrir fram- haldsmeðferð hefjist strax um borð. íslensk fiskvinnsla verður að halda vöku sinni Gunnar segir umhverfi Póls hf. heima á ísafirði hafa miklu skipt um velgengni fyrirtækis- ins. Fiskvinnslufyrirtækin á staðnum hafi verið viljug til samstarfs á þróun- arstigi búnaðar frá Póls og við þau hefur fyrirtækið átt mjög náið og gott samstarf. „Það er ekki spurning að fiskvinnsl- an hér á landi er mjög framarlega í tæknivæðingu en samt sem áður verða menn að vera mjög vel vakandi og fylgjast með þróuninni. Hráefnisverð- ið í fiskvinnslu er stór þáttur í rekstrarkostnaði og þess vegna verður að nást hámarksnýting út úr hráefn- inu. Liður í þeirri viðleitni er nákvæm forflokkun og vigtun þannig að úr- vinnsla hráefnisins verði nákvæmlega rétt og sem hagstæðust," segir Gunnar. Stiga skref út á hlutabréfamarkaðinn Póls hf. er hlutafélag í eigu margra að- ila en stærstu hluti eiga Hörður Ing- ólfsson, Örn Ingólfsson og Ingólfur Eggertsson. Fyrirtækið var skráð á Opna tilboðsmarkaðinum á síðasta ári og stefnir inn á Verðbréfaþing íslands. Meginhluti starfseminnar er á ísafirði en söludeild með þremur starfsmönn- um er í Reykjavík og sér hún um sölu- málin og samskiptin við erlenda og innlenda umboðs- og samstarfsaðila Póls hf. sem er að finna víða um heim. Búnaðinum fylgt úr hlaði hjá ÚA. Gunnar Sigmundsson, framleiðslustjóri Póls (t.h.j, og með honum er fónas Ágústsson, framkvœmdastjóri Eltaks, sem er samstarfsaðili Póls á íslandi. „Fiskvinnslan hér á landi er mjög framarlega í tœknivœðingu en samt sem áður verða menn að vera mjög vel vakandi og fylgjast með þróuninni." ÆGAIU 29

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.