Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1999, Page 5

Ægir - 01.06.1999, Page 5
Pétur Bjarnason, framkvœmdastjóri Fiskifélags Islands: Slagsíða á umræðunni yrir skömmu kom til mín ungur norskur háskólastúd- ent til að spyrja nokkurra spurninga um fiskveiðar og umhverfismál. Þessar spurningar vom liður í evrópskri rann- sókn á viðhorfi þátttakenda í sjávarút- vegi hinna mismunandi landa til auð- lindanýtingar og umhverfismála, að því mér skildist. Spurningarnar vom staðlaðar og fólu í sér fullyrðingu um ákveðna umhverfisþætti og síðan var spurt hvernig viðkomandi vildi bregð- ast við því ástandi, sem í spurning- unni fólst. Fyrsta spurningin fjallaði um hvemig ég vildi bregðast við því alvar- lega ástandi að 70% af fiskistofnum jarðar væm fullnýttir eða ofnýttir samkvæmt áliti FAO. Ég spurði á móti hvort stúdentinn áttaði sig á að þessi framsetning væri í raun fölsun á nið- urstöðum FAO, sem kváðu á um að 44% af fiskistofnum væru fullnýtt og 16% ofnýtt. Þessu hafði hann áður heyrt haldið fram en ekki fyrr en hann kom hingað til lands vegna þessarar könnunar. Viðkomandi stúdent er frá Norður-Noregi og stundar, að því mér skildist, framhaldsnám í félagsfræði. Þessi litla dæmisaga segir ýmislegt um þá stöðu, sem umræðan um um- hverfismál er í. Fyrir okkur, sem lifum á því að nýta auðlindir sjávar, hlýtur það að vera markmið að fullnýta hvern fiskistofn, og stjórnkerfi fisk- veiða sem ekki nær því markmiði - með eðlilegum varfæmissjónarmiðum Leiðari að leiðarljósi - er að okkar mati mis- heppnað. Við okkar aðstæður, þar sem velferð byggist á að nýta til fullnustu auðlindir sem við ráðum yfir, er ekkert annað ásættanlegt. Sjónarmið heims- byggðarinnar, þar sem alvarlegasti vandi mannkyns er að tryggja aðgang að matvælum, hljóta að eiga að bein- ast í sama farveg. Engu að síður virðist það sjónarmið uppi - og er haldið á lofti gagnrýnislaust af menntuðum einstaklingum sem alast upp þar sem sjávarútvegur er mikilvæg atvinnu- grein - að fullnýting fiskistofna sé jafngild ofnýtingu þeirra. í mínum huga segir þessi litla dæmisaga okkur að við, sem lítum á auðlindir sjávar út frá sjónarmiði náttúrunýtingar en ekki eingöngu náttúrverndar, þurfum að koma okkar sjónarmiðum betur á framfæri en við gerum. í umræðum um ástand umhverfis- mála og hvernig málflutningi er hátt- SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI að á þeim vettvangi sagði mér kunn- ugur maður nýlega að í Bandaríkjun- um stæði 99% fólks nákvæmlega á sama um umhverfismál. Það eina pró- sent sem myndaði sér skoðun væri hins vegar hávær hópur, sem ekki skirrtist við að beita hvaða meðölum sem væri. Samtök umhverfissinna em misjöfn og fráleitt að setja þau undir einn hatt. í umræðum um þessi mál á Fiskiþingi s.l. haust kom það fram í samantekt í þinglok að íslenskur sjávarútvegur vill setja skýrar línur um hvers konar um- hverfissamtökum hann vill vinna með. Kröfur um að viðkomandi sam- tök hafi nýtingu náttúruauðiinda að leiðarljósi og að uppbygging þeirra sé lýðræðisleg vom taldar sjálfsagðar. Hvaða skoðun svo sem menn hafa á nýtingu auðlinda heimsins, samstarfi við umhverfisverndarsamtök eða ástandi fiskstofna í heimshöfunum er ljóst að sjávarútvegur um allan heim þarf að taka virkan þátt í umræðunni og höfða til þeirra sem horfa á náttúr- una út frá sjónarmiði nýtingar. Það er jafn sönn framsetning á niðurstöðum FAO og sú sem að framan er greind að segja að 84% af fiskistofnun heimsins sé fullnýtt eða vanýtt. Vitaskuld þarf að hyggja að úrbótum þegar auðlindir em ofnýttar og undan þeirri ábyrgð má ekki víkjast. Hins vegar má sjávar- útvegurinn heldur ekki víkjast undan þeirri ábyrgð að lagfæra þá slagsíðu á umræðunni sem augljóslega er. mir 5

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.