Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1999, Page 11

Ægir - 01.06.1999, Page 11
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Fiskiðj usamlagið lækkar skuldir TJiskiðjusamlag Húsavíkur hefur -T selt rœkjufrystitogaratm Húsvíking ÞH til útgerðarfyrirtœkis í Noregi og þar með verður ekkert skip eftir í eigu fyrirtœkisins. Samkvœmt upplýsingum Ægis er þó meðal kosta fyrirtœkisins að kaupa minni skip til að afla Fiskiðjunni hráefnis en ákvörðun þar um hefur ekki verið tekin. Ljóst er að kaup á Húsvíkingi ÞH, sem fyrrum hét Pétur Jónsson RE, voru stór biti fyrir Fiskiðjusamlagið, ekki hvað síst þegar í kjölfarið kom sam- dráttur í rækjuveiðum á heimamiðum. FH hefur ekki einungis losað fé með Húsvíkingur ÞH fer senn til Noregs. sölunni á Húsvíkingi heldur seldi félagið einnig á dögunum rækju- verksmiðju á Kópaskeri og getur með þessum aðgerðum lækkað skuldir sínar um tæplega milljarð króna. Fiskifélagið verður með bás á Ice Fish Fiskifélag Islands verður með bás á Islensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi, dagana 1.-4. september í haust. Þar verður leitast við að kynna starfsemi Fiskifélagsins, einkum útgáfu Ægis og Sjó- mannaalmanaksins. Með ágústblaði Ægis, sem kemur út í lok þess mánaðar, mun fylgja aukaútgáfa með kynningu á flestum þeirra fyrirtækja sem taka þátt í sýn- ingunni. Við óskum útgerð og áhöfn til hamingju með nýja skipið. Skipið er allt málað með HEMPELS skipamálningu frá Slippfélaginu Málningarverksmiðju. —Slippfélagið Málningarverksmidja Dugguvogi 4 ■ 104 Reykjavik • Sími: 588 8000 • Fax: 568 9255 Ncm ii

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.