Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1999, Page 16

Ægir - 01.06.1999, Page 16
Reykjavík! Heildartekjur hafnarinnar nema rúmlega 800 milljónum og þar aferu um 20% teknanna afsjávarútvegi. Reykjavíkurhöfn: HlutfaMega verð- mætari afla landað en í öðrum höfnum Hannes Valdimarsson, hafnarstjóri í Reykjavík, segir það til marks um sjáv- aútvegsbæinn Reykjavík að engin höfn hafi jafn miklar tekjur af sjávar- útvegi og Reykjavíkurhöfn. „Þetta skýrist af því að hér hjá okk- ur er að meðaltali landað verðmætari afla en í öðrum höfnum. Hér eru vissulega sterkar útgerðir og öflugir frystitogarar gerðir út frá Reykjavík en því til viðbótar leggja frystitogarar víðs vegar af landinu gjarnan upp í Reykja- vík þegar þeir eru á slóðunum hér fyrir vestan og sunnan land. Til að mynda er mikið magn af fiski að koma á land hér í Reykjavík á vorin þegar togararn- ir eru á karfaveiðum á Reykjanes- hrygg," segir Hannes. Markaðssetning innanlands og erlendis Hafnir keppa um hyili útgerða, hvort heldur er kaup- eða fiskiskipa, enda ljóst að hvert skip getur vegið þungt í tekjum. Hannes segir að gefið sé út kynningarefni á ensku og íslensku um Reykjavíkurhöfn og höfnin tekur einnig þátt í sýningum hér á landi og erlendis til að markaðssetja sína þjón- ustu. Þetta markaðsstarf snýr þó ekki eingöngu að höfninni sjálfri heldur einnig þeim þjónustufyrirtækjum sem við höfnina eru. Þess vegna segir Hannes að höfnin hafi samstarf við þessi þjón- ustufyrirtæki um markaðs- starfið, enda hagur beggja aðila. „Hvað er- lendar útgerð- ir varðar þá gengur svona upp og ofan að fá erlend fiskiskip hingað inn og þar kemur einnig til að skipum er ekki heimilt að koma hingað til hafnar ef þau eru að veiða úr stofnum sem ekki hefur verið samið um. Þetta atriði hefur því áhrif á okkar rekstur," segir Hannes. Framkvæmdir eru miklar í Reykja- víkurhöfn á yfirstandandi ári. Ný olíu- bryggja verður tekin í notkun við Örfirisey í haust, gerðar verða nýjar lóðir fyrir starfsemi sem sótt er í að koma niður á hafnarsvæðinu og lengdur verður hafnarbakki við Sunda- höfn til að mæta vaxandi vöruflutn- ingum. 16 ÆGiIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.