Ægir - 01.06.1999, Side 19
Kaupendur á Faxamarkaði gera sín daglegu innkaup. Yfir þrjátíu kaupendur koma að
jafnaði á uppboð Faxamarkaðar á hverjum degi.
Faxamarkaðurinn:
Hátt fískverð allt
yfírstandandi
kvótaár
„í heildina hefur oröiö mikil aukning hjá
okkur i vetur, bœði magn- og
verömœtaaukning,"segir Ólafur E.
Ólafsson, framkvœmdastjóri Faxamark-
aöar sem starfrœkir markaöi i Reykja-
vik, á Akranesi og I Sandgeröi.
Hið háa fiskverð vekur óneitanlega
athygli og aðspurður um skýringar
segir Ólafur þær margar.
„Alveg frá því í haust hefur fengist
mun betra verð fyrir frysta ýsu en áður
var. Þetta þýðir auðvitað að vinnslur
hafa sóst eftir ýsunni á fiskmörkuðun-
um og verðið þar með hækkað. Svipað
er að segja um þorskinn og margar
aðrar tegundir. Framboðið hefur verið
meira en eftirspurnin allt þetta ár og
þar af leiðandi hefur ekki orðið sú
verðlækkun sem oft hefur verið í
byrjun mars," segir Ólafur.
Lengi framan af var fiskmarkaði
aðeins að finna í fáum höfnum
suðvestanlands en með árunum hefur
mörkuðunum fjölgað og sölukerfið
þróast. Ólafur segir að skip fari
gjarnan inn til löndunar þar sem stutt
er frá miðum og nýti sér sölukerfi
fiskmarkaðanna en Faxamarkaður er
aðili að sölukerfi íslandsmarkaðar.
„Samgöngur em orðnar það góðar
að skipin geta allt eins komið inn í
Ólafsvík, ísafjarðar eða Þorlákshafnar
og selt í gegnum sölukerfi okkar og
sent aflann til verkenda hér í höfuð-
borginni. Við erum ekki aðeins að
þjónusta seljendurna, þ.e. útgerðirnar,
heldur erum við mikilvægur hlekkur
fyrir verkunarfyrirtækin og tilvist okk-
ar er ekki hvað síst mikilvæg fyrir þá.
Hér í Reykjavík era mörg lítil verkun-
arfyrirtæki sem era að vinna fisk fyrir
markað innanlands og utan og mig
grunar að það séu fleiri slík fyrirtæki
til hér í höfuðborginni en almenning-
ur gerir sér grein fyrir," segir Ólafur.
Á hefðbundnum degi koma um 30-
40 kaupendur til Faxamarkaðar til að
eiga sín viðskipti og flestir eru úr
Reykjavík.
„Þetta eru fyrst og fremst fiskverk-
endur og síðan eru þetta fulltrúar fisk-
búðanna, enda er það algerlega liðin
tíð að fiskbúðirnar hafi bein viðskipti
við báta. Þær nota sér eingöngu þjón-
ustu fiskmarkaðanna, enda er hægt að
velja þar úr fleiri tegundum og haga
innkaupunum eftir því hvernig verð
sveiflast frá einni viku til annarrar.
Seljendurnir sem við erum að veita
þjónustu koma margir hverjir héðan
úr Reykjavík, ekki síst minni bátarnir,
en einnig seljum fisk af
Grandatogurum og fiskiskipum víðs
vegar að af landinu," segir Ólafur.
Ólafur E. Ólafsson, framkvœmdastjóri
Faxamarkaðar.
Æcm 19