Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1999, Page 32

Ægir - 01.06.1999, Page 32
Feröamenn um borð í Náttfara og brátt er lagt úr höfn í leit að hvölum. í hvalaskoðuninni skiptir miklu að geta sýnt fram á að hvalir sjáist í miklum meirihluta ferðanna. höfrungar, hnísur, steypireyðar og hrefnur. Hann segir aðstandendur Norður- siglingar ekki hafa gert sér grein fyrir árangri þessara ferða þegar þær byrj- uðu fyrir fimm árum en þeir hafi þó vitað að siglingin sjálf hefði mikil áhrif á fólk. Því hafi verið valdir litlir hjóðlátir bátar svo gestirnir gætu not- ið íslenskrar náttúru og umhverfisins að fullu. Þarna komi menning þjóðar- innar í gegnum aldirnar skýrt fram og fólki sé gerð grein fyrir því að þarna er 32 ÆGIR ------------------------ um að ræða fiskiskipin sem gerðu ís- lendinga að þeirri nútímaþjóð sem við erum í dag. Hvalaskoðunin góð viðbót Sett hefur verið upp hvalasafn á Húsa- vík sem er samstarfsverkefni aðila í ferðaþjónustu og bindur Hörður mikl- ar vonir við safnið og segir það styrkja hvalaskoðunina. Þarna er um að ræða fræðslusafn með alþjóðlegum tengsl- um, sem er mikilsvert fyrir hvalaskoð- unina því hún er flokkuð í heiminum Hvalasafhið á Húsavík hefur nú verið opnað og styrkir það mikið þau hvalaskoððunarfyrirtœki sem fyrir eru á staðnum, þ.e. Norðursiglingu og Sjóferðir Amars. undir fræðsluferðamennsku. „Við erum með náttúmfræðslu í hverri ferð og skírskotun til menning- ar með því að sýna bátana og kynna þá. Við varðveitum í leiðinni gamla báta og verkþekkingu á viðhaldi tré- báta sem er nauðsynlegur þáttur í ferðamennsku. Við megum ekki gleyma því að þessi verkþekking okkar í landinu er á heimsmælikvarða og má ekki glatast. íslensku eikarskipin eru með því allra vandaðasta sem þekkist í heiminum hvað gæði varðar og til- hugsunin um að þau glatist er óbæri- leg." Eikarbátunum bjargað Náttfari heitir nýi eikarbáturinn sem tekinn var í notkun hjá Norður- siglingu í vor og rúmar hann yfir 70 farþega meðan hinir tveir taka um 40 farþega hvor. í lest Náttfara hefur ver- ið innréttaður vistlegur veitingasalur og er báturinn allur hinn glæsilegasti. Hörður segir nýja bátinn skapa meira rekstraröryggi og tilkoma hans geti skipt viðstkiptavini Norðursiglingar miklu máli, því hægt sé að sigla hon- um í verra veðri en hinum tveimur og sé því minni hætta á að aflýsa þurfi ferðum vegna veðurs. Hinir bátarnir verði þó í fullri notkun daglega enda á áætlun að fara, auk hvalaskoðunar, í fjölbreyttari ferðir í sumar, svo sem í fuglaskoðun og í sjóstangveiði. lafþór Hreiðarsson

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.