Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1999, Side 35

Ægir - 01.06.1999, Side 35
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI « Kútter Stjama, eitt hinna fríðu Faxaflóaskipa. engin fisktegund við íslandsstrendur hafi verið jafn vanmetin í söguritun og hákarlinn. Á tímabilinu frá því um 1830 og fram yfir 1860 hækkaði verð á hákarlalýsi nánast ár frá ári, en útgerð- in var tiltölulega einföld í sniðum og rekstrarkostnaður fremur lítill. Tilkostnaður við lýsisbræðsluna var ekki mikill og útgerðarmenn þurftu ekki að taka neina áhættu af flutningi og sölu lýsisins. Hana sáu kaupmenn alfarið um og munu flestir hafa hagn- ast bærilega á meðan lýsisverðið hækk- aði ár frá ári. Allt hjálpaðist þetta að við að gera bændum og tiitölulega fé- litlum kaupmönnum kleift að hefja út- gerð og reka hana með hagnaði. Hákarlaútgerðin var þannig viðráð- anleg og hentaði vel í samfélagi, þar sem fáir höfðu mikið fé á milli handa og voru ekki færir um að kosta miklu til framleiðslu á útfiutningsvörum. Mörgum tókst hins vegar að koma undir sig fótunum á næsta skömmum tíma og þegar á allt er litið, virðist eng- in goðgá að líta á hákarlatímann sem fyrsta „uppgripaskeiðið" í sögu íslensks sjávarútvegs á síðari öldum. Eftir að kom fram yfir 1870 fór verð á hákarlalýsi lækkandi og þá sneru þil- skipin sér nær alfarið að þorskveiðum. Þá fluttust mörg eyfirsku skipin til Ak- ureyrar og bændaútgerðin leið undir lok. Undir lok 19. aldar efldist þilskipa- útgerð við Faxaflóa og Reykjavík varð á skömmum tíma mesti skútuútgerðar- bær landsins. Margir útgerðarmenn í Reykjavík byggðu upp öflug fyrirtæki, sem urðu undirstaða togaraútgerðar á fyrstu árum hennar. Á þorskveiðitímanum, sem svo er nefndur hér, var mestur hluti aflaþil- skipanna verkaður í salt. Saltfiskverk- unin var mannfrek og því stuðlaði þil- skipaútgerðin að þéttbýlismyndun á stærstu útgerðarstöðunum. Saga skútu- aldar er þannig margþætt og enginn getur velkst í vafa um, að þilskipaút- gerðin á 19. öld átti mikinn þátt í þeirri uppbyggingu íslensks efnahags- lífs, sem hófst á öldinni sem leið. ÆGIR 35

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.