Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 35

Ægir - 01.06.1999, Blaðsíða 35
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI « Kútter Stjama, eitt hinna fríðu Faxaflóaskipa. engin fisktegund við íslandsstrendur hafi verið jafn vanmetin í söguritun og hákarlinn. Á tímabilinu frá því um 1830 og fram yfir 1860 hækkaði verð á hákarlalýsi nánast ár frá ári, en útgerð- in var tiltölulega einföld í sniðum og rekstrarkostnaður fremur lítill. Tilkostnaður við lýsisbræðsluna var ekki mikill og útgerðarmenn þurftu ekki að taka neina áhættu af flutningi og sölu lýsisins. Hana sáu kaupmenn alfarið um og munu flestir hafa hagn- ast bærilega á meðan lýsisverðið hækk- aði ár frá ári. Allt hjálpaðist þetta að við að gera bændum og tiitölulega fé- litlum kaupmönnum kleift að hefja út- gerð og reka hana með hagnaði. Hákarlaútgerðin var þannig viðráð- anleg og hentaði vel í samfélagi, þar sem fáir höfðu mikið fé á milli handa og voru ekki færir um að kosta miklu til framleiðslu á útfiutningsvörum. Mörgum tókst hins vegar að koma undir sig fótunum á næsta skömmum tíma og þegar á allt er litið, virðist eng- in goðgá að líta á hákarlatímann sem fyrsta „uppgripaskeiðið" í sögu íslensks sjávarútvegs á síðari öldum. Eftir að kom fram yfir 1870 fór verð á hákarlalýsi lækkandi og þá sneru þil- skipin sér nær alfarið að þorskveiðum. Þá fluttust mörg eyfirsku skipin til Ak- ureyrar og bændaútgerðin leið undir lok. Undir lok 19. aldar efldist þilskipa- útgerð við Faxaflóa og Reykjavík varð á skömmum tíma mesti skútuútgerðar- bær landsins. Margir útgerðarmenn í Reykjavík byggðu upp öflug fyrirtæki, sem urðu undirstaða togaraútgerðar á fyrstu árum hennar. Á þorskveiðitímanum, sem svo er nefndur hér, var mestur hluti aflaþil- skipanna verkaður í salt. Saltfiskverk- unin var mannfrek og því stuðlaði þil- skipaútgerðin að þéttbýlismyndun á stærstu útgerðarstöðunum. Saga skútu- aldar er þannig margþætt og enginn getur velkst í vafa um, að þilskipaút- gerðin á 19. öld átti mikinn þátt í þeirri uppbyggingu íslensks efnahags- lífs, sem hófst á öldinni sem leið. ÆGIR 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.