Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1999, Qupperneq 36

Ægir - 01.06.1999, Qupperneq 36
Mikið af kolmunna 'ATorska hafrannsóknastofnuniti 1 \ hefur staðfest það álit sjómanna að kolmunnastofninn sé mjög sterk- ur. Slíkt magti kolmunna hefur ekki fundist síðan fyrsta rannsóknarferð- in var farin fyrir 27 árum. í norska blaðinu Fiskaren kemur fram að rannsóknaskipið „Johan Hjort" fór um svæðin við Rockall, Fær- eyjar, Shetland og Norðursjóinn úti fyrir Bergen og mældist kolmunna- stofninn yfir 8 milljónir tonna, sem þó verður ekki opinberlega staðfest fyrr en að loknu nánara mati. Mest fannst af kolmunna vestan Hebrides- eyja, einkum við eyjaklasann St. Kilda. Rannsóknirnar benda til þess að meira en helmingur hrygningarstofns- ins er ungfiskur, klakinn 1996. Mjög lítið var af eldri fiski en 4 ára þannig að í hrygningarstofninum eru aðeins fáir árgangar. Það gæti valdið því að stofninn snarminnkaði þegar 1996 ár- gangurinn hverfur. í fyrra veiddu Norður-Atlantshafs- þjóðirnar alls um eina milljón tonna. Fiskifræðingar hafa ráðlagt að árlega skuli ekki veitt meira en 650 þúsund tonn. Það sem af er þessu ári hafa Norð- menn veitt tæp 350 þúsund tonn, sem er um 15 þúsund tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Verð á kolmunna til bræðslu er nú WlvV /MÍ>\ REVTINGUR um 6,40 krónur fyrir kílóið en var 8,46 kr/kg í fyrra. Verðlækkunin virðist því ekki hafa minnkað áhuga á veiðunum, sem nú hafa skilað um 2,4 milljörðum íslenskra króna á móti 2,9 milljörðum í fyrra. DET NORSKE VERITAS Hafnarhvoli, Tryggvagötu, 101 Reykjavík Sími: 551 5150 • FAX 561 5150 OSKUM ÚTGERÐ OG ÁHÖFN TIL HAMINGJU MEÐ SKIPIÐ u 36 MGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.