Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1999, Síða 42

Ægir - 01.06.1999, Síða 42
Flipa-stýri Beckers-stýri Fyrir u.þ.b. 40 árum lét skipstjórinn Willi Becker smíða stýrisblað sem síð- an hefur verið kennt við hann. Þetta er að sjálfsögðu Beckers stýrisblaðið. Forsögu þess má rekja til þess tíma þegar Becker var skipstjóri á eigin fljótabáti á ánni Rín. Bátur Beckers var langur og klunnalegur, lét illa að stjórn og sérstaklega leiðinlegur í stjórntökum. Becker leitaði að lausn á þessu vandamáli og hafði trú á að „stýrisflapsar" sem notaðir eru á flug- vélavængjum mætti einnig nota á skipsstýri. Hugmyndinni var hrint í framkvæmd og stýrisblað með flipa („flaps") var smíðað. Stýrið var prófað á bát Beckers og reyndist mjög vel og stýrihæfni bátsins batnaði til muna. Stýrisblað Beckers var fyrsta hag- nýta flipastýri fyrir báta og skip. Stýrið hefur marga góða kosti. Þannig þarf ekki sérstakt hreyfiafl fyrir flipann og hægt er að nota sömu stýrisvél og áður. Viðhald er lítið og hreyfihlutir eru aðgengilegir, (sjá mynd 1). Framleiðsla Beckers-stýra hófst upp úr 1960. Það er nánast óbreytt frá upp- hafshönnun, en nokkrar stórar og smáar endurbætur hafa verið gerðar á því. Nú er stýrisblaðið nánast við- haldslaust og háþróað stýri. Stýrisblaðið er straumlínulagað spaðastýri með litla vatnsstraumsmót- stöðu. Flipinn er þvingaður af stýris- blaðinu með sérstökum vatnssmurð- um stýrilið. Smíðakostnaður Becker stýrisblaðsins er ívið hærri en venju- legs stýrisblaðs frá skipasmíðastöð. Það getur verið áhugavert að vita að skip búið tveimur skrúfum og tveimur Beckers stýrisblöðum getur siglt út á hlið án bógskrúfu. Allt að 1,5 hnúta þverskips hraði hefur mælst á skipi sem eingöngu er með skrúfu og Becker stýrisblaði. Eiginleikar Beckers stýrisblaðsins felast í því hvernig stjórnun flipans er útfærð. Við hverja eina gráðu sem stýrisblaðið er sveigt út í borð færist flipinn um þrjár gráður sem er nægj- anlegt til að stýra skipinu án þess að stýrisblaðið vaidi mótstöðu eða minnki hraða skipsins. Skip á siglingu búið flipastýri hefur snúningsþvermál sem er dæmigert 1 til 1,5 skipslengd þegar stýrið er að fullu út í borð. Við 10 gráður út í borð er snúningsþver- málið 2 til 3 skipslengdir. Nokkur þúsund Beckerstýri hafa verið framleidd fyrir allar stærðir og gerðir skipa: Fiskiskip smá og stór, flutningaskip, eftirlits- og varðskip, farþegaskip og ferjur, ísbrjóta og olíu- flutningaskip allt að 140.000 brúttó- rúmlestir. Barkemeyer-stýri Barkemeyer stýrisblaðið, einnig nefnt Barke-stýri, er skylt Becker stýrisblað- inu. Stýrisblaðið er háþróað straum- línulagað flipastýrisblað með stýrilið í lokuðu húsi sem er fyllt með smur- Guðbergur Rúnarsson verkfrœðmgur hjá Fiskifélagi fslands skrifar Fiskifélag íslands feiti. Slit á stýrislið er í lágmarki. Sand- ur og fljótandi aðskotahlutir, t.d. ís, komast ekki inn í liðhúsið. Liðhúsið er sérstaklega útfært til að taka á móti höggum og í stýrinu er innbyggð álagsvörn sem á að koma í veg fyrir að það festist. Færslu stýriflipans er hægt að breyta fyrir hinar mismunandi skipsgerðir. Mynd 2. Heimild: Skipsrevyen 1/90 og ýmsar upplýsingar af Veraldarvefnum. Mynd 2. Barkemayer-stýri. 42 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.