Ægir - 01.06.1999, Síða 44
sentimetra, nýjum 40 rúmmetra
veltitanki komið fyrir og byggt nýtt
dekkhús bakborðsmegin. Með því fást
meiri umbúðageymslur í skipið.
Mikllidekk skipsins var klætt upp á
nýtt með plasthúðuðum krossviðs-
plötum. Komið var fyrir nýjum laus-
frysti á vinnsluþilfarinu, auk þess sem
sett voru upp ný færibönd, flokkarar
og vogir frá Póls á ísafirði. Um upp-
setningu á búnaðinum sá 3xStál á ísa-
firði.
Lestin var einangruð með 250 milli-
metra eingangruð og klædd að nýju. í
brúnni var komið fyrir nýrri tækja-
skeifu, nýtt gólfefni var sett í íbúðum,
komið fyrir nýrri stakkageymslu og
búningsherbergi og fleira smávægilegt
var unnið í íbúðahluta skipsins. Loks
var skipið allt sandblásið og málað
með skipamálningu frá Hörpu hf.
Hægt að toga með tveimur
trollum samtímis
í vélarúminu voru gerðar nokkrar
breytingar. Sett var niður ný hjálpar-
vél af Caterpillar-gerð frá Heklu hf. og
nýr ásrafall fyrir togvindur frá Naust-
Marine.
Þriðju togvindunni hafði verið bætt
við í skipinu áður en það fór til Pól-
lands og getur Skutull því togað með
tveimur trollum samtímis.
Hvað stýrisbúnaðinn varðar var
settur Rice Propeller skrúfuhringur á
skipið og frá sama framleiðanda kem-
ur stýrið sjálft en stýrisarmurinn frá
Héðni Smiðju í Garðabæ. Stýrisvélin
er aftur á móti af gerðinnini Scansteer-
ing og kemur frá Garðari Sigurðssyni,
stýrisvélaþjónustu.
Nýr dekkkrani
Af öðrum búnaði sem í skipið fór má
nefna nýjan MKG krana á þilfari frá
Framtaki í Hafnarfirði. Ný smurolíu-
skilvinda frá Sindra hf. var einnig sett
um borð, sem og austurs- og gasolíu-
skilvinda. Vökvakerfi á dekki var
einnig endurnýjað og sáu starfsmenn
Mjölnis í Bolungarvík um þá endur-
nýjun.
Hvað varðar fjarskipta- og fiskileit-
arbúnað þá var keyptur í skipið nýr
Furuno-radar frá Brimrúnu og sett upp
GMDSS kerfi af gerðinni Sailor en ís-
mar hf. sá um sölu og uppsetningu á
því.
Aukin burðargeta
Með lengingunni hefur burðargeta
Skutuls aukist til muna og má reikna
með að skipið geti tekið 350-370 tonn
af unninni rækju í lestarnar. Ætlunin
er að Skutull fari til rækjuveiða á
Flæmingjagrunni en þar á Básafell
hátt í 600 tonna kvóta. Burðargetan
skiptir ekki aðeins máli hvað úthaldið
varðar heldur ekki síður hitt að nú get-
ur Skutull tekið mun meira af olíu en
áður þar sem gamlir tankar sem fylltir
höfðu verið með steypu, til að auka
stöðugleika skipsins, voru nú teknir í
notkun á ný fyrir olíu. Með þessari
breytingu getur skipið borið um 400
þúsund lítra af olíu eða meira en tvö-
fallt meira magn en fyrir breytingarn-
ar.
Heildarkostnaður við lenginguna
og breytingarnar var um 200 milljónir
króna.
Skutull ÍS eins og hann leit lit fyrir breytingamar í Póllandi. Skipið verður mun burðanneira eftir breytingamar og hefur nti rými fyrir
mun meiri olíu en áður.
44 AGIR