Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1999, Qupperneq 49

Ægir - 01.06.1999, Qupperneq 49
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Guðbergur Rúnarsson verkfrœðingur hjá Fiskifélagi ísiands skrifar Fiskifélag íslands Almenn lýsing Örn KE 14 er smíðaður úr stáli sam- kvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki * 1 A1 Fishing Vessel. Hann er teiknaður hjá Skipa- tækni hf. og hefur bandabil 0,5 m. Skipið er með eitt þilfar stafna á milli, perustefni, hvalbak og bakkaþil- far, gafllaga skut og brú fyrir framan mitt skip. Undir aðalþilfari er skipinu skipt með fjórum vatnsþéttum þverskipsþil- um í eftirtalin rými, talin framan frá: Stafnhylki fyrir sjó, íbúðaklefa með ferskvatnsgeymum og þurrrými í botni, fiskilest með eldsneytistönkum undir gólfi, vélarúm með eldsneytis- geymum á afturþili og vökvakerfisolíu í botni. Aftast er stýrisvélin. Á þilfari eru tvær fiskilúgur, mann- op fyrir lest, lestarlúga, þilfarskrani, neyðarlúga upp úr vélarúmi og þar aft- an við eru togspilin. Aftast er skutgálgi með færanlegri netatromlu. Sambyggt skutgálga er skorsteinshús. Á bakkaþilfari framan við brú er akkerisspil, tvö akkeri í festingu og neyðarlúga fyrir íbúðir. Fyrir aftan brú em tveir björgunarbátar, einn í hvoru borði. íbúðir Vistarverur í skipinu eru allar stór- glæsilegar. Klefar eru fyrir 8 manns í fjórum tveggja manna klefum. Um borð er góð hreinlætisaðstaða með sturtu og tveimur salernum. Á aðalþilfari er fremst geymsla fyrir landfestingar, þá tveir tveggja manna klefar. Aftan við stjórnborðsklefa er rúmgóður borðsalur og eldhús. Stakka- geymslan er bakborðsmegin og inn af henni er salerni. Milli stakkageymslu og íbúðaklefa er rúmgóð snyrtiaðstaða með salerni og sturtu. Undir þilfari eru tveir tveggja manna klefar. Brúin er rúmgóð, með útgöngum út á brúarþilfar stjórnborðs- og bakborðs- megin. Brúin er vel búin tækjum í U- laga púlti stjórnborðsmegin í brúnni. Þar er m.a leðurklæddur skipstjórastóll í braut, tölvubúnaður ásamt hefð- bundnum stjórn-, fiskileitar, og sigl- ingatækjum. Bakborðsmegin í brúnni er stórt kortaborð og mikið gólfrými. Þar er fyrirhugað er að setja upp þrek- hjól fyrir áhöfnina. Aftast í brú er stjórnpúlt fyrir togvindur ásamt stjórn- tækjum aðalvélar. Á brúarþaki er rat- sjár- og ljósamastur. íbúðir og brú eru klæddar plast- og viðarklæðningum og hitaðar upp með rafmagnsofnum. Vélrúm og búnaður Hin mikla breidd Arnar KE er þess valdandi að vélarúm skipsins er stórt. Rúmt er um aðalvél, hjálparvélar og annan búnað í vélarúminu. í vélarúminu er góð vinnuaðstaða með vinnuborði og PC-tölvu í púlti fyrir viðhaldskerfi skipsins. Aðalvélin er frá Cummins af gerð- Helstu mál og stærðir Aðalmál: Mesta lengd (Loa) (m).............................................21,95 Lengd milli lóðlína (m)...........................................20,24 Breidd (mótuð) (m).................................................8,00 Dýpt að aðalþilfari (m)............................................3,80 Rými og stærðir: Brennsluolíugeymar (m3)...........................................27,15 Ferskvatnsgeymar (m3).............................................17,33 Smurolía og glussi (m3)............................................4,76 Stafnhylki sjór (m3)................................................9,2 Lestarrými (m3).....................................................125 Eiginþyngd (tonn)................................................150,64 Særými við 3,32 m djúpristu undir kjöl, miðskips (m3).............326,0 Mæling: Brúttórúmlestir..................................................159,00 Brúttótonnatala..................................................135,02 Nettótonn.........................................................48,00 Rúmtala...........................................................615,3 Aðrar upplýsingar: Bryggjuspyrna - tonn við 499 hö.....................................7,8 Aflvísir við 499 hö.................................................848 Ganghraði .............................................allt að 11 hnútum Skipaskrárnúmer....................................................2313 Ncm 49

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.