Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 14

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 14
ÆGISVIÐTALIÐ Árni Bjarnason, 1. stýrimaður á frystitogaranum Akureyrinni, ómyrkur i máli um fiskveiðistjórnunina: Kvótakerfið er ekki fiskfriðunarkerfi Árni Bjarnason er fæddur og uppalinn Akureyringur, sonur aflaskipstjórans Bjarna Jóhannessonar, sem á sínum tíma var skipstjóri á Snæfelli EA og lengstum kenndur við það skip. Um 14 ára skeið var Árni á tveimur togurum í Hrísey sem báðir báru nafnið Snæfell. Hinn fyrri var ísfisktogari og á honum var Árni í 13 ár en hinn síðari var nýr frystitogari sem síðan var seldur til Grindavíkur eftir aðeins eins árs útgerð- arsögu í Hrísey og ber skipið nú nafnið Hrafn Sveinbjarnarson GK. Eftir að Snæfellið var selt gerðist Árni stýrimaður hjá Samherja hf. og er nú 1. stýrimaður á frystitogar- anum Akureyrinni EA. Þar leysir hann skipstjóra af og segir ekki endilega æðsta drauminn að fást á ný við skipstjórn að staðaldri en segist vel getað hugsað sér að nýta sér menntun sína í útgerðartækni. Hann hefur látið félagsmál sjómanna til sín taka og er m.a. formaður Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga. „Hjá mér stóð reyndar aldrei til að gerast sjómaður að lífs- starfi. Eg var á kafi í íþrótt- um þegar ég var yngri og ætlaði mér að verða íþrótta- kennari og sótti um pláss í skólanum á Laugarvatni en einhvern veginn þróuðust málin þannig að ég fór á sjó- inn meðan ég beið. Pabbi ætl- aði mér alltaf annað hlutskipti en verða sjómaður og reyndi m.a. að koma mér eitt sumar sem skrifstofublók á vélsmiðjunni Odda á Akureyri. Það starf líkaði mér ekki og ég réð mig í hálfgerðri óþökk foreldra minna um borð í Harð- bak þar sem ég komst í góðan hóp. Síðan má segja að þaði hafi verið Þorsteinn vinur minn Vilhelmsson sem plataði mig með sér í Stýrimannaskólann og þar fylgdumst við félagarnir að í hópi úrvalsmanna sem margir eru vel þekktir skipstjórar í flotanum í dag. Minn ferill á sjónum er því kannski Steina Villa bæði að þakka og kenna,“ segir Árni Bjarnason, 1. stýrimaður á Akureyrinni EA, brosmildur þegar Ægir tekur hús á honum í frítúr nú í maímánuði. Árni er nýkominn úr full- fermistúr með Akureyrinni á Reykjaneshring þar sem þeir fylltu skipið á aðeins 12 sólarhringum, sem mun vera með því betra sem um getur á svo stuttum tíma. Árni hefur kynnst ýmsum tegundum veiðiskapar, allt frá síldveiðum með föður sínum til nútímavinnslu- skipa. Sömuleiðis þekkir hann vel til vinnunnar á sjónum, jafnt á dekkinu sem í æðstu stjórn í brúnni og telur að á margan hátt sé það ekki öfundsvert hlut- verk sem skipstjórar á nútímaskipum hafi. Níu ára gamall fór Árni fyrst með föður sínum á síld og meðal annars keypti sá gamli bússur á Vopna- firði handa hásetanum unga og Árni segist hafa upp- lifað sig sem mikinn sjóara í þessum tröllvaxna skófatnaði. Eins og áður segir lá leiðin síðar á togar- ann Harðbak 1968 og sumarið 1970 var hann háseti á Súlunni EA á síldveiðum í Norðursjó. Á þessum tíma var gullöld síldveiðanna að líða undir lok en Árni segir alltof sjaldan staldrað í umræðunni við hlutverk þeirra manna sem stóðu í eldlínunni í síld- veiðunum. Þegar grannt sé skoðað hafi þessir menn verið þjóðfélaginu ómetanlegir. „Mér finnst að þeim körlum sem fiskuðu mest af síldinni sé gert allt of lítið undir höfði miðað við að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.