Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 14
ÆGISVIÐTALIÐ
Árni Bjarnason, 1. stýrimaður á frystitogaranum Akureyrinni,
ómyrkur i máli um fiskveiðistjórnunina:
Kvótakerfið er ekki
fiskfriðunarkerfi
Árni Bjarnason er fæddur og uppalinn Akureyringur, sonur aflaskipstjórans Bjarna
Jóhannessonar, sem á sínum tíma var skipstjóri á Snæfelli EA og lengstum kenndur
við það skip. Um 14 ára skeið var Árni á tveimur togurum í Hrísey sem báðir báru
nafnið Snæfell. Hinn fyrri var ísfisktogari og á honum var Árni í 13 ár en hinn síðari
var nýr frystitogari sem síðan var seldur til Grindavíkur eftir aðeins eins árs útgerð-
arsögu í Hrísey og ber skipið nú nafnið Hrafn Sveinbjarnarson GK. Eftir að Snæfellið
var selt gerðist Árni stýrimaður hjá Samherja hf. og er nú 1. stýrimaður á frystitogar-
anum Akureyrinni EA. Þar leysir hann skipstjóra af og segir ekki endilega æðsta
drauminn að fást á ný við skipstjórn að staðaldri en segist vel getað hugsað sér að nýta
sér menntun sína í útgerðartækni. Hann hefur látið félagsmál sjómanna til sín taka
og er m.a. formaður Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga.
„Hjá mér stóð reyndar aldrei
til að gerast sjómaður að lífs-
starfi. Eg var á kafi í íþrótt-
um þegar ég var yngri og
ætlaði mér að verða íþrótta-
kennari og sótti um pláss í
skólanum á Laugarvatni en
einhvern veginn þróuðust
málin þannig að ég fór á sjó-
inn meðan ég beið. Pabbi ætl-
aði mér alltaf annað hlutskipti
en verða sjómaður og reyndi
m.a. að koma mér eitt sumar sem
skrifstofublók á vélsmiðjunni
Odda á Akureyri. Það starf líkaði
mér ekki og ég réð mig í
hálfgerðri óþökk foreldra
minna um borð í Harð-
bak þar sem ég
komst í góðan
hóp. Síðan má
segja að þaði
hafi verið
Þorsteinn
vinur minn Vilhelmsson sem plataði mig með sér í
Stýrimannaskólann og þar fylgdumst við félagarnir
að í hópi úrvalsmanna sem margir eru vel þekktir
skipstjórar í flotanum í dag. Minn ferill á sjónum er
því kannski Steina Villa bæði að þakka og kenna,“
segir Árni Bjarnason, 1. stýrimaður á Akureyrinni
EA, brosmildur þegar Ægir tekur hús á honum í
frítúr nú í maímánuði. Árni er nýkominn úr full-
fermistúr með Akureyrinni á Reykjaneshring þar sem
þeir fylltu skipið á aðeins 12 sólarhringum, sem mun
vera með því betra sem um getur á svo stuttum tíma.
Árni hefur kynnst ýmsum tegundum veiðiskapar, allt
frá síldveiðum með föður sínum til nútímavinnslu-
skipa. Sömuleiðis þekkir hann vel til vinnunnar á
sjónum, jafnt á dekkinu sem í æðstu stjórn í brúnni
og telur að á margan hátt sé það ekki öfundsvert hlut-
verk sem skipstjórar á nútímaskipum hafi.
Níu ára gamall fór Árni fyrst með föður sínum á
síld og meðal annars keypti sá gamli bússur á Vopna-
firði handa hásetanum unga og Árni segist hafa upp-
lifað sig sem mikinn sjóara í þessum tröllvaxna
skófatnaði. Eins og áður segir lá leiðin síðar á togar-
ann Harðbak 1968 og sumarið 1970 var hann háseti
á Súlunni EA á síldveiðum í Norðursjó. Á þessum
tíma var gullöld síldveiðanna að líða undir lok en
Árni segir alltof sjaldan staldrað í umræðunni við
hlutverk þeirra manna sem stóðu í eldlínunni í síld-
veiðunum. Þegar grannt sé skoðað hafi þessir menn
verið þjóðfélaginu ómetanlegir.
„Mér finnst að þeim körlum sem fiskuðu mest af
síldinni sé gert allt of lítið undir höfði miðað við að