Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 47

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 47
UMHVERFISMÁL Nóbels, allt frá þeim sem hafa fengið verðlaun fyrir bókmenntir til þeirra sem hafa fengið verðlaun fyrir læknisfræði gefa út „Aðvör- un til mannkynsins. Varaforseti Bandaríkjanna, A1 Gore, trúir okkur fyrir því að hann hafi sjálf- ur séð sviðin tré og snert dauð kóralrif. Við verðum óróleg. En af hverju höldum við að svona illa sé komið fyrir umhverf- inu? Fyrir því eru margar ástæð- ur. Við höfum oft ótrúlega lélegt innsæi. Það veldur því að við erum auðveld bráð einfaldra ósan- nra líkana. Samtímis eru rann- sóknir kerfisbundið stundaðar á þann hátt að við heyrum aðeins neikvæðu niðurstöðurnar. Og að lokum beina fjölmiðlar fyrst og fremst kastljósi sínu að neikvæð- um tíðindum. Innsæi okkar að mikilvægum náttúruvísindalegum vandamál- um er lítið. Við höfum til að mynda áhyggjur af sorphaugun- um okkar. Hvað eigum við að gera við sorpið? Vandamálið ligg- ur í því að við kíkjum í garðinn hjá okkur og sjáum þrjár fullar öskutunnur og höfum áhyggjur af hvað gerist ef jafn mikið sorp fell- ur til hjá öllum. En ef jafn mikið af sorpi fellur til hjá okkur á kom- andi árum eins og 1996 mun allt sorp í Danmörku alla næstu öld komast fyrir í 33 m djúpri holu sem er 2,5 km á hvern kant. Það er minna en 2% af eyjunni Mors við Jótland. Höfum lélegt innsæi Þegar innsæi okkar er svona lélegt er það mikilvægt að við skoðum hlutlægar tölur og horfum á ástandið eins og það í raun og veru er. Þá þurfum við að leita á náðir vísindalegra rannsókna. En oft flækjumst við þá í hreinum og klárum kenningum. Ein einfaldasta kenningin kom frá breska prestinum Thomas Malthus 1798. Röksemdirnar náðu ótrúlegum vinsældum á átt- unda áratugnum með útgáfu met- sölubókarinar Endimörk vaxtar. Hugmyndin er að fólki fjölgi um ákveðið á ári - veldisvöxtur. Sem stendur mundi fólksfjöldi tvöfaldast á u.þ.b. 40 árum. Þá mundum við verða 4 sinnum fleiri eftir 80 ár, 8 sinnum fleiri eftir 120 ár o.s.frv. Matvælaframleiðslan vex hægar - línulegur vöxtur. Hún tvöfald- ast hugsanlega á 40 árum en eftir 80 ár hefur hún aðeins þrefaldast og eftir 120 ár fjórfaldast. Fólki fjölgar hraðar og hraðar en matvælaframleiðlsan vex með jöfnum hraða. Að lokum mun matvælaframleiðslan tapa í kapp- hlaupinu við fólksfjölgunina. Margir munu svelta og deyja. Hugmyndin er svo einföld og freistandi að hún hefur verið grundvöllur nánast allra hörm- ungakenninga síðan þá. En hún er ósönn. Fólki fjölgar aðeins stundum í samræmi við veldisvöxt. Magn matar vex sjaldan línulega. Sann- ast sagna hefur matvælafram- leiðslan tvöfaldast frá því 1961, sem leiðir af sér mikla aukningu á mann. Samkvæmt tölum frá SÞ er nú framleitt 23% meira af mat pr. mann en 1961 og eftirtekja land- búnaðarvara í þróunarlöndunum hefur vaxið um 25% á mann. Við höfum aldrei aflað jafn margra kílóa af fiski á mann og nú. I hnattrænu samhengi hefur verð á matvælum lækkað um 50% frá 1960 til 1994. Samt sem áður segir Lester Brown hjá World Watch stofnun- inni að nú gangi afar illa í mat- vælaframleiðslunni. Nú verði um- fangsmikill matvælaskortur. I danska blaðinu „Politiken" birti hann grein með heimsendafyrir- sögninni „Tíminn er að renna út“. Matvælastofnun SÞ FAO, Al- þjóðabankinn, Alþjóðlega fæðu- rannsóknastofnunin (The International Food Policy Institu- te) og Rannsóknastofnun auðlinda (World Resources Institute) tala gegn hans skoðunum. Samt lesum við bara um hans skoðanir. Sannast sagna er Lester Brown vanur að birta spádóma. Hann hefur varað við umfangsmikilli minnkun í matvælaframleiðslu á hverju ári síðan snemma á áttunda áratugnum. Þeir spádómar hafa ekki ræst. Hversu lengi halda menn trúverðugleika sínum? Mengun ekki að aukast Það er erfitt að gagnrýna tölur FAO, sem sýna klárlega að það er stöðugt meira til af matvælum á mann. En ef ætlunin er að verja Akæruna er létt að benda á að fleira fólk notar meira af hráefn- um, eykur álagið á umhverfið og sóðar meira út, meðan við fellum regnskógana, drepum dýrin, sýr- um skógana og hitum upp jörð- ina. Ekkert af þessum vandamálum virðist vera satt. En hráefni og mengun eru af sama tagi og fræði Malthúsar. Við erum að nota upp allt sem til er af olíu, gasi, kvikasilfri, „Afgerandi stjórnmála- legar og efnahagslegar ákvarðanir eru teknar á grundvelti mats á um- hverfinu." 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.