Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 44

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 44
STOFNMÆLIN G AR Varðandi eldri árgangana staðfesti stofnmælingin enn fyrri grunsemdir um að árgangar 1994 og 1996 séu mjög lélegir. Einkum er árgangur 1996 slakur, sennilega sá lakasti frá upphafi mælinga, en 1994 árgangurinn er sá þriðji lélegasti. Af eldri þorski en 6 ára fékkst frekar lítið, sérstaklega veldur 1993 árgan- Ár Breiðafj. Faxaflói Selvogsb. Þridrangar Meðall. Eyrarb. Skeiðarárdj. Hvítingar Alls 1996 82 55 85 137 196 554 1997 130 81 225 131 113 679 1998 158 142 184 177 96 757 1999 69 54 123 138 73 456 2000 76 32 110 105 43 66 Samanburður á mælingum Hafró gurinn vonbrigðum. Hann hefur verið metinn sem besti þorskárgangur síðan 1985, þ.e. meðalárgangur, en vísitala 7 ára fisks reyndist nú sú lægsta síðan árið 1995. Aðrar tegundir Magn ýsu í ralli var mun minna en áður hefur sést, en stofninn virðist hafa minnkað jafnt og þétt síðan árið 1989. Talsvert fékkst af eins og tveggja ára ýsu sem bendir til betri tíðar þótt ástand veiðistofnsins sé ekki gott í augnablikinu. Varðandi aðrar tegundir er víðast að sjá nokkra niðursveiflu í stofnmælingunni 2000 miðað við leiðangurinn 1999. Hvort slæmt tíðarfar og veiðan- leiki ráði einhverju þar um er erfitt að segja að svo stöddu, en niðursveiflan virðist ná til flestra tegunda. Að lokum Niðurstaða stofnmælingarinnar sem hér er kynnt til bráðabirgða, er einn þáttur árlegrar úttektar Hafrannsóknastofnunarinnar á ástandi nytjastofna við landið, en úttektinni mun ljúka í byrjun júní. Fyrir dyrum stendur mikil úrvinnsla gagna svo sem nánari sundurgreining á afla í stofnmælingunni (m.a. með tilliti til aldurs) og nákvæmari greining afla á vertíðinni sem ekki er síður mikilvægt til glöggvunar á ástandi stofnsins. Af bráðabirgða niðurstöðum er þó tvennt ljóst. Annars vegar virðast þrír síðustu árgangar þorsks gefa nokkrar vonir að tveimur til þremur árum liðnum er þeir fara að bera uppi verulegan hluta aflans, en svo virðist sem hér sé um að ræða árganga sem eru um eða yfir meðalstærð. Sem kunnugt er, benti úttekt á þorskstofni á sl. ári til svipaðrar stöðu stofnsins í ár þar sem aukinnar nýliðunar væri ekki farið að gæta. Nú eru hins vegar uppi sterkar vísbendingar um lakara ástand eldri árganga og þar með um minna veiðiþol þorsks en áætlað hefur verið sl. tvö ár. Þetta fæst þó ekki staðfest fyrr en að lokinni úttekt á öllum megin þáttum máls í júní n.k., svo sem áhrifum breytilegs veiðanleika og umhverfisþátta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.