Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 15

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 15
ÆGISVIÐTALIÐ þeir lögðu grunn að þróunarsögu í fiskveiðum. Þetta voru í raun þeir menn sem hafa skilað okkur því þjóð- félagi og lífsgæðum sem við þekkjum í dag. Þarna voru karlar eins og Bjarni faðir minn, Eggert og Þor- steinn Gíslasynir, Hörður Björnsson og fleiri, menn sem fóru í gegnum breytingar frá því að fiska með skilningarvitunum yfir í að nota þá nútímatækni sem við þekkjum við fiskileit og fiskveiðar í dag.“ Frystitogarinn varð banabitinn Að loknu sumri á Súlunni fór Arni í Stýrimannaskól- ann í Reykjavík og gerðist því næst háseti og 2. stýri- maður hjá Eggerti Gíslasyni á Gísla Arna, sem þá var eitt öflugasta nótaskip landsmanna. A því skipi var hann einnig á sumrin meðan á stýrimannsnáminu stóð. „Eftir tvö ár á Gísla Arna að námi loknu fór ég á Sigurbjörgu ÓF frá Ólafsfirði og var þar eitt sumar. Þar um borð voru úrvalsmenn og í landi frábær út- gerðarmaður, Magnúsi Gamalíelson, en hann var ein- stakur í viðmóti og tók mér alltaf líkt og ég væri eitt af hans eigin börnum. Magnús var manngæskan upp- máluð og ég er klár á að öllum hefur liðið vel í vinnu hjá honum.“ Arið 1976 réðst Arni sem 2. stýrimaður á ísfisktog- ara sem KEA keypti frá Noregi til Hríseyjar og fékk nafnið Snæfell EA. Þessum togara fylgdi Arni um 13 ára skeið, eða allt þar til skipið var selt aftur til Nor- egs árið 1989. Síðustu árin var Árni skipstjóri á Snæ- felli og tók sem slíkur við nýjum frystitogara með sama nafni árið 1989. Hríseyjarár Árna fengu heldur snöggan endi þegar sá togarinn var seldur árið 1990, eftir aðeins eins árs útgerð. Árni segist alltaf hafa ver- ið efins um að frystitogarkaupin yrðu til góðs, enda hafi verið vandséður rekstrargrunnur fyrir skipið. Raunar hafði hann sjálfur yfir að ráða upplýsingum um að aðrar leiðir væru betri og þeim hafði verið komið á framfæri við útgerðina án árangurs. Þar var um að ræða verkefni sem Árni ásamt félaga sínum í útgerðartækninámi hjá Tækniskóla Islands árið 1985 þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að heilla- vænlegast væri fyrir Hríseyinga að gera út nýlegan heilfrystitogara. „Við sem að verkefninu unnum sýndum fram á rekstrargrunninn með fjöldamörgum dæmum en allt kom fyrir ekki. Et til vill væri ástandið öðruvísi í Hrísey ef eftir þessu hefði verið farið en svona fóru hlutirnir og verður ekki breytt héðan af.“ Smáfiskadrápið margfallt á árum áður Þegar Árni hugsat til baka til Snæfellsáranna segir hann merkilegt að hafa upplifað það að hafa byrjað ferilinn í frjálsum veiðum en vera nú rígbundinn í kvótakerfi, skýrslu- og pappírsflóð. Og hann vekur athygli á að umræða um slæma umgengni um auð- lindina sé í raun spaugileg þegar haft sé í huga hvern- ig smáfiski hafi verið hent í sjóinn á árum áður. „Á ísárunum hér fyrir Norðurlandi var ástandið stundum þannig að megnið af áhöfninni var út við lensport að sparka smáfiski í sjóinn á meðan einn og einn var hirtur. Þetta þótti ekki tiltökumál þá en sést aldrei í dag þannig að umræða um slæma umgengni við auðlindina í dag er hreint grín. Svipaða sögu er að segja um stærð hola - áður gilti að taka nógu mikið um borð en núna miða menn holin einfaldlega við vinnslugetuna því sjómenn vita að fiskurinn nýtist ekki til verðmæta nema komast á sem stystum tíma í gegnum vinnslu og í lest.“ Fiskifræðin komin skammt á veg sem fræðigrein Akureyrin á karfa- veiðum í grænlensku lögsögunni og hér er ekki neitt smáræðis hoL á ferðinni. Magnið er aó líkindum nálægt 100 tonnum. Árni hefur hrærst í umræðunni um fiskveiðistjórnun- ina um margra ára skeið og er ekki skoðanalaus í því Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra okkar bestu kveðjur á sjómannadegi = HÉÐINN = Stórás 6 • IS-210 Garðabæ Sími: 569 2100 Fax: 569 2101 www.hedinn.is E-mail: hedinn@hedinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.