Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 16

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 16
ÆGISVIÐTALIÐ Árni Bjarnason á sínum „sokkaband- sárum" í sjó- mennskunni. Það voru boltafiskar sem komu um boró í Akureyrartogarana á þessum árum. máli. Hann segir útilokað að afgreiða kvótakerfið með því að segja að það sé annað hvort jákvætt eða neikvætt. „Hvað umgengnina varðar hefur kvótakerfið skilað miklum árangri og verið sérstaklega árangursríkt hvað varðar þá sem búa við góða kvótastöðu. En við skulum ekki horfa framhjá því að kvótakerfið býður upp á þá hættu að menn hendi fiski þegar þrengir að í kvóta. Þá er aðeins hirt það sem gefur mestu verð- mætin en hinu hent. Þetta er staðreynd. Kerfið er að mínu mati ónýtt sem fiskfriðunarkerfi og ég stend við þau orð hvar og hvenær sem er að það hefur ekki skilað nokkru hvað uppbyggingu fiskistofnanna varðar. Undanfarin 3-4 ár hefðum við að mínu mati átt að veiða meira en við gerðum og ég tel að við höf- um misst af náttúrulegri - og reglubundinni upp- sveiflu þorskstofnsins. Mín tilfinning er sú að fiskifræðingar láti alltaf í veðri vaka að þeir viti meira en þeir raunverulega gera. I stað þess að vera menn til að viðurkenna það og vinna út frá því þá velta þeir sér upp úr sömu vit- leysunni ár eftir ár og standa síðan uppi með allt nið- ur um sig. Þvf til viðbótar finnum við síðan fyrir því viðhorfi frá ákveðnum aðilum innan Fiskistofu að við sem á sjónum störfum séum vondu mennirnir, skæruliðar hafsins, sem vinni að því öllum árum brjó- ta niður fremur en byggja upp. Slíkt er fráleitt vegna þess að sjómenn sem ætla sér að lifa af starfinu hljóta að tjalda lengur en til einnar nætur.“ - Teljið þið ykkur fá slíkar ásakanir framan í ykkur opinberlega? „Já, við höfum orðið fyrir barðinu á stórum yfirlýs- ingum. Við erum sakaðir um að nauðga miðunum og fremja hálfgerða glaepi gagnvart auðlindinni og þeg- ar samtök skipstjórnarmanna óska eftir auknu sam- ráði við yfirvöld um mat á ástandinu í hafinu þá er ekkert hlustað á okkar raddir. Þetta er afleitt þar sem við höfum í okkar röðum vitneskju hæfustu afla- manna landsins og fáir vita meira um ástandið á mið- unum á hverjum tíma.“ Máttum auka þorskveiðina Árni vekur máls á því að ástandið hvað þorskveiðar varðar hafi breyst á ótrúlega skömmum tíma. Allt þar til fyrir fáum misserum hafi nánast verið vandamál að forðast þorskinn en nú þurfi skyndilega að hafa fyrir því að finna hann. Reglubundinni og náttúrulegri uppsveiflu þorskstofnsins sé að hans mati að ljúka. „Eg tel fullvíst að þó við hefðum fylgt uppsveifl- unni meira eftir í veiðunum þá hefðum við ekki séð annað ástandið en er í dag. Skyndilokanir eru líka að- gerðir sem ég held að skili engum árangri og mér hef- ur löngum verið minnistæð setning sem Sigfús Shcopka sagði einhvern tíma þess efnis að svo lengi sem fisktegund væri njörfuð niður í kvóta þá væru engin fiskifræðileg rök fyrir því að ekki mætti veiða hana hvar og hvenær sem er. Þetta held ég að sé hár- rétt.“ Eins og afbrotamenn i úthafinu Eftir 11 ára reynslu af störfum um borð í frystitogara segir Árni það merkilegt að hlusta á sífellt neikvæð- ari umræðu um þennan útgerðarflokk og enn meiri furðu veki sá áhugi yfirvalda að byggja upp eftirlits- kerfi í kringum frystitogarana sem fátt geri annað en skapa störf í kringum sjálft sig. Hann nefnir sem dæmi kröfu Fiskistofu um að frystitogarar í úthafinu tilkynni staðsetningu á klukkustundar fresti og með sanni megi halda því fram að viðameira eftirlit sé haft með frystitogurunum í úthafinu en verstu glæpa- mönnum í undirheimum höfuðborgarinnar. „Eg hef aldrei komið auga á hvaða leið menn ættu að hafa til afbrota á frystitogurum, né heldur hvaða ávinning við ættum að hafa af slíku. Okkar hagsmun- ir felast í því að umgangast miðin með fullri virðingu og með framtíðina í huga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.