Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 43

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 43
HAFRANNSÓKNIR Fyrstu niðurstöður stofnmælingar botnfiska á íslandsmiðum árið 2000 og stofnmælingar þorsks á hrygningaslóð: Minna vart við þorskinn en undanfarin ár - ýsustofninn í stöðugri niðurleið Hafrannsóknarstofnunin hefur sent frá sér bráðabirgðaniðurstöður stofnmælinga botnfiska á Islandsmiðum árið 2000 og bráðabirgðaniðurstöður mælinga þorsks á hrygningaslóð. Mælingarnar voru framkvæmdar með svokölluðu togararalli í marsmánuði og netaralli síðari hluta aprílmánaðar og eru þær liður í röð mælinga sam saman mynda úttekt á ástandi nytjastofna á Islandsmiðum. Eftirfarandi eru fyrstu niðurstöður mælinganna. Stofnmæling botnfiska á íslandsmiðum í mars (togararall) Stofnmæling botnfiska á Islandsmiðum (togararall) fór fram í 16. sinn dagana 6.-25. mars s.l., en fjórir togarar voru leigðir til verkefnisins: Bjartur NK 121, Jón Vídalín ÁR 1, Ljósafell SU 70 og Páll Pálsson ÍS 102. Togað var á 532 stöðluðum togstöðvum allt í kringum land eftir fastri áætlun. Alls voru mældir um 239 þúsund fiskar af 75 tegundum og kvarnir til aldursgreiningar voru tek- nar úr um 15 þúsund fiskum. Af einstökum tegun- dum var mest mælt af þorski, 58.600 fiskar, en af þeim fjölda voru kvarnir teknar til aldursákvörðunar úr 4 300 fiskum. Næst mest var mælt af ýsu, um 48.600 fiskar (4 100 kvörnum safnað), um 40 000 gullkarfar voru mældir, 21.700 skrápflúrur, 19.300 steinbítar, en mun minna af öðrum tegundum. Stofnmæling þorsks á hrygningarslóð (netarall) Stofnmæling á hrygningarslóð (netarall) hefur farið fram allt frá árinu 1996 í samvinnu við netabáta sun- nan og suðvestanlands. Alls tóku fimm bátar þátt í rannsókninni á tímabilinu 5.-19- aprfl s.l.: Arnar SH 157, Álaborg ÁR 25, Glófaxi VE 300, Hafdís SF 75 og Örvar SH 777. Rannsóknunum er fyrst og fremst ætlað að varpa ljósi á samsetningu hrygningarstofns þorsks, en mun er fram í sækir og þegar samanburður fæst á milli ára, einnig nýtast við stofnmat. Enn sem fyrr er stofnmæling botnfiska í mars ásamt rannsóknum á afla og aflabrögðum mikilvægustu þættir við mat á ástandi þorskstofnsins. Meðfylgjandi tafla sýnir aflabrögð í netaralli 1996 til 2000 þar sem í grófum dráttum er svipuð sókn ár hvert á hverju svæði. Töluverð aukning í þorskafla var frá 1996 til 1998, en síðan hefur aflinn í netarallinu farið minnkandi. Helstu niðurstöður um þorsk Á meðfylgjandi mynd er sýnd útbreiðsla þorsks (kg/tog) í stofnmælingu botnfiska (SMB) árin 1997- 2000. Þar sést að magnið er nokkuð minna í ár en það var árið 1999, og verulega minna en árin tvö þar á undan, sem reyndar voru mun betri en næstu 5 ár þar áður. Mikilvægt er þó að hafa í huga að áraskipti geta verið á veiðanleika og á það einnig við um togararal- lið jafnt sem aflabrögð fiskiskipa. Mikið var af eins árs fiski og samkvæmt núverandi stofnmælingu er árgangur 1999 svipaður 1984 árganginum bæði í magni og útbreiðslu en hann fannst mest út af Austfjörðum. Af tveggja ára fiski mældist svipað magn og áður af árgöngum 1985 og 1993 sem bendir til meðalárgangs eða um 200 milljónir þriggja ára nýliða. Af þriggja ára fiski hefur ekki fengist meira magn síðan 1988 sem er þó mun minna en fékkst af árgöngum 1983-1985. Flest bendir þó til að 1997 árgangur sé af meðalstærð miðað við langtíma meðaltal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.