Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 54

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 54
SKIPASTÓLLINN Skipstjórinn og Útgerðarmaðurinn. Sigurður H. Garðarsson og Ragnar M. Traustason. Myndir: Snorri Snorrason Ósey hf. í Hafnarfirði. Skipið er smíða- númer 1 frá Ósey og var smíðað sem frambyggður dragnóta- og netbátur. Ný- smíðin var á lokastigi þegar húsnæði Ós- eyjar brann í febrúar 1999 og í þeim elds- voða brann framhluti skipsins. Vegna eldsvoðans varð ekkert varð úr frekari smíði hjá Ósey og tryggingafyrirtækið leysti skrokkinn til sín. I framhaldinu keypti Daníelsslippur skrokkinn af tryggingafélaginu VIS. Skipið hét Stefan- ía RE 277 en einkenni hennar var breytt í RE 62 á síðasta ári. Stutt lýsing Sigurður Einar RE er smíðaður úr stáli samkvæmt reglum og í flokkun hjá Sigl- ingastofnun Islands. Skipið er með brú á afturskipi, perustefni, gafllaga skut og tvö heil þilför stafna á milli. Undir aðal- þilfari er fremst stafnhylki og aftan við það er sérstakt rými fyrir sónar, ísþykkn- isvél, háþrýst vökvadælukerfi, heitavatns- kút og dælur. Til að komast niður í rým- ið er fellilúga í eldhúsi og að auki inn- gangur á framþili lestar. Aftan við véla- rúm framskips er lest skipsins sem er klædd stáli og einangruð með polyureth- an. Aðalvélarúm er aftast með tönkum á hillum og stýrisvélarými sem er innan- gengt frá vélarúmi. Fremst á aðalþilfari er stafnhylki og þar fyrir aftan íbúðir með rúmgóðum lúkar fyrir fjóra menn. Aftan við lúkarinn stjórnborðsmegin er eldhús ásamt sam- byggðum matsal. Á afturþili matsals er allstór gluggi með útsýni aftur á milliþil- far. Bakborðsmegin er salerni með sturtu og gangur aftur á milliþilfar. Miðskips milli matsalar og gangs bakborðsmegin er tveggja manna káeta með glugga sem vísar aftur á milliþilfar. Vistarverur eru hitaðar upp með rafmagnsofnum, ein- angraðar með steinull og klæddar Fibo þilplötum. Aftan við íbúðir er yfirbyggt þilfar sem nær aftur að skut skipsins. Á þifarinu er línuveiðiútbúnaður frá Vaka- DNG, aðgerðarbúnaður frá Klaka og beituklefi frá Kælitækni. Af milliþilfari er gengið niður í vélarúm og einning upp á efraþilfar og er það eini uppgangurinn upp úr skipinu, að undanskilinni flótta- leið frá lúkar. Á efra þilfari er fremst akk- erisspil og þá ljósamastur og löndunar- og losunarkrani af gerinni Fassi. Stýris- húsið er eins og áður sagði aftarlega á skipinu með einum útgangi aftur á þilfar. Milliþilfar, veiðarfæri og lest Línuveiðibúnaður kemur allur frá Vaka- DNG. Búnaðurinn samanstendur af hallanlegu línuspili sem hallast út yfrir borðstokkin þegar dráttarlúgan er opnuð með samtengdu vökvakerfi, uppstokkara, sjálfvirku rekkakerfi fyrir 20.000 króka, tölvustýrðri beitningavél, beituvaka og LineTec línuveiðikerfi. Beitningarsam- stæðan er fyrsta heila beitningakerfið sem Vaki - DNG sendir frá sér. Aðgerðar- búnaðurinn er frá Klaka og samanstendur af; blóðgunarborði með rennu, 1000 lítra blóðkari með stigabandi, tveimur aðgerð- arstöðvum, 1000 lítra fiskþvottakari með stigabandi, fiskirennu í lest, slógrennu og síðuloka. Beituklefinn rúmar 1,5 tonn er frá Kælitækni. Lestin er um 53 rúmmetrar að stærð og rúmar 40, 660 lítra kör. Aflinn er kældur með ísþykkni sem kemur frá Brpntec Mini Mix B103 sem afkastar u.þ.b. 140 til 400 lítrum af Við óskum útgerð og áhöfn til hamingju með nýja skipið. Um borð er fýrsta tölvustýrða HEILDAR-LÍNUKERFID frá VAKA-DNG. / Armúli 44 • 108 Reykjavík VAKI , ' Sími: 595 3000 • Fax: 595 3001 Netfang: vaki@vaki.is • www.vaki.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.