Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 22

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 22
FRÉTTIR Nýir eigendur eignast meirihluta í Nasco - Skagstrendingur hf. með 36,6% hlut Gengið hefur verið frá kaupum Skagstrendings hf. áauknum hlut í Nasco ehf. Þar með er Skagstrendingur orðinn stærsti hluthafinn í félaginu. I janúar á þessu ári gengu Skagstrendingur og Burðarás hf. frá kaupum á 25% hlut í Nasco. Þá var samið um kauprétt á 26% til viðbótar sem nýir eigendur hafa nú nýtt sér ásamt kaupum á 10% hlut fyrri eigenda. Af hálfu nýrra eigenda hefur verið horft til þeirra veiðiheimilda sem Nasco býr yfir utan íslenskrar fiskveiðilögsögu og möguleikum til þess að auka þær veiði- heimildir í framtíðinni. Hraður vöxtur Nasco var stofnað árið 1995 af Agli Guðna Jónssyni og eiginkonu hans, Huldu Þorbjarnardóttur. Starfsemi félagsins hefur byggst á þremur þáttum: útgerð, rækjuvinnslu, afurðasölu og miðlun hráefnis. Vöxtur Nasco hefur verið hraður og á skömmum tíma hefur félagið náð þeim árangri að vera stærsta fyrirtækið í útgerð og miðlun á rækju á Islandi. Velta samstæðunnar árið 1999 var rúmlega 4 milljarðar króna. Aætlanir gera ráð fyrir að veltan aukist um 10- 15% á þessu ári. Nasco tengist útgerð 9 rækjufrystiskipa á Flæmingjagrunni við Kanada og í Barentshafi sem veiða á veiðileyfum sem fengin eru fyrir millgön- gu Nasco. Af þessum 9 skipum eru 3 í eigu Nasco. Sölustarfsemi Nasco hefur í megindrát- tum verið tvískipt, annars vegar miðlun á iðnaðarrækju til rækjuvinnsluna innan- iands sem erlendis og hins vegar sala á soðinni og pillaðri rækju ásamt sölu á skelrækju frá skipum tengdum Nasco. Félagið rekur fullkomna rækjuvinnslu í Bolungarvfk, áður Bakki hf., sem er með vinnslugetu upp á um 12 þúsund tonn á ári. Náið samstarf Náið samstarf hefur verið milli Skagstrendings og Nasco undanfarin misseri um útgerð rækjufrystiskipa og hráefnisöflun til rækjuvinnslu Skagstrendings á Skagaströnd. Samstarfið við Nasco hefur verið hagfellt fyrir Skagstrending og m.a. gert félaginu kleift að verjast þeim aðstæðum sem ska- past hafa vegna aflabrests á heimamiðum. Af 2,4 milljarða króna veltu Skagstrendings á árinu 1999 var rúmur milljarður úr veiðum og vinnslu á rækju. Skagstrendingur kemur að útgerð tvegg- ja rækjufrystiskipa í samstarfinu við Nasco og afla þau stærstum hluta þess hráefnis sem unnið er í rækjuvinnslu Skagstrendings. Stjórn Nasco er skipuð þrem mönnum, tveimur frá nýjum eigendum og einum frá fyrri hluthöfum. Egill Guðni Jónsson verður stjórnarformaður og mun áfram starfa hjá félaginu við að viðhalda og afla nýrra veiðiheimilda. Stjórn Nasco hefur ráðið Berg Elías Agústsson, rekstrarstjóra Skagstrendings hf. á Seyðisfirði, í starf framkvæmdastjóra Nasco. g lipur viðgerðarþjónusta VÉLAVIÐGERÐIR > RENNISMÍÐI PLOTUSMIÐI » TURBINUVIÐGERÐIR_______ » DÍSILSTILLINGAR - BOGI » SÖLU- OG MARKAÐSDEILD » VARAHLUTAÞJÓNUSTA ^ýtt » GÁMAVIÐGERÐIR OG SMIÐJA - KORNGÖRÐUM 6 Denso olíuverk, FLEX-HONE slipibúnaður, Geislinger tengi, Kaeser loftpressur, Lucas CAV þjónusta, Plasttappar, Skipsgluggar, Stanadyne olíuverk.Tempress þrýsti- og hitamælar, ogTURBO UK varahlutir. Oumservice SkipavOrur- og varahIutaþ|ónu . ta AK hjónuttan - viður- kannd frá þýikalandl GÓÐ ÞJÓNUSTA VEGUR ÞUNGT F!t d I FRAMTAK VÉLA- OG SKIPAÞJÓNUSTA Drangahrauni l-lb Hafnar f j örður Sími: 565 2556 • Fax: 565 2956 Netfang: info@framtak.is Heimasíða: http://www.framtak.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.