Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 46
UMHVERFISMÁL
Ákæran
um ástand jarðar
Dr. Björn
Lomborg,
prófessor viö
Háskólann f
Árósum,
skrifar.
Eftirfarandi er grein eftir dr. Björn Lomborg, prófessor
við Háskólann í Árósum. Dr. Björn hefur vakið athygli
fyrir athuganir sínar á ástandi í umhverfismálum
heimsins og lítur á framtíðina heldur bjartari augum en
flestir þeirra sem um þau mál fjalla. Dr. Björn var gest-
ur á Fiskiþingi 18. maí s.l. og flutti fyrirlestur um at-
huganir sínar.
Fiskifélagi íslands finnst fengur
að sjónarmiðum dr. Björns og hef-
ur ákveðið að gefa út bók hans
„Hið sanna ástand heimsins" og er
hún að koma ú þessa dagana.
Ægir mun í næstu blöðum birta
fleiri athyglisverðar greinar eftir
dr. Björn.
Við þekkjum öll Akæruna:
Ástand umhverfisins hér á jörð-
inni er bágt. Auðlindir okkar eru
að tæmast. Fólki fjölgar stöðugt
og skortur á mat vex. Andrúms-
loftið er slæmt, vatnið er verra.
Dýrategundir plánetunar deyja í
stórum stíl út - við drepum yfir
40.000 tegundir á ári. Við meng-
um jörðina okkar, hin frjósama
mold tapast, við malbikum
akrana okkar, eyðileggjum nátt-
úruna, eyðum andrúmsloftinu og
endum með því að drepa okkur
sjálf. Við nálgumst óðfluga tak-
mörk sjálfbærrar þróunar. Endi-
mörk vaxtarins eru farin að koma
í ljós.
Við þekkjum Ákæruna og höf-
um svo oft heyrt hana að ein end-
urtekning enn er - já, eiginlega
traustvekjandi. Það er bara eitt
vandamál. Hún er ekki sönn.
Mannkynið hefur það
betra en áður
Olíulindir munu aldrei þverra, né
aðrar auðlindir. Það mun verða
meira af mat á hvern mann á jörð-
inni. Þeim fækkar sem líða hung-
ur. Meðalaldur árið 1900 var 30
ár; nú er hann 65 ár. Samkvæmt
upplýsingum frá Sameinuðu þjóð-
unum hefur fátækt minnkað
meira síðustu 50 árin en næstu
500 árin þar á undan og fátækt
hefur minnkað í næstum öllum
löndum.
Fullyrðingar um gróðurhúsaá-
hrif eru byggðar á hæpnum for-
sendum. Við töpum ekki 25-50%
af dýrategundum meðan við lifum
- við töpum nálega engum.
Stærsta rannsóknarverkefni
heimsins, sem kostaði 35 millj-
arða króna, sýndi að súrt regn
drepur ekki skógana og SÞ og evr-
ópskar vísindastofnanir eru sam-
mála. Mengun lofts og vatns
minnkar stöðugt.
Mannkynið hefur það betra en
áður á nærri öllum þeim sviðum,
sem hægt er að mæla.
Samt sem áður heyrum við að-
eins Ákæruna.
Umhverfið er mikilvægt
Afgerandi stjórnmálalegar og
efnahagslegar ákvarðanir eru
teknar á grundvelli mats á um-
hverfinu.
I einkah'finu höfum við stöðugt
slæma umhverfissamvisku. Við
fáum að heyra það frá óteljandi
mörgum vísindamönnum, og
þeim sem taka ákvarðanir, að
jörðinni sé nú verulega ógnað.
Greenpeace og World Watch
Institute skrifa skýrslur um hve
vistkerfið dalar, verðiaunahafar
„Það mun verða meira af mat á hvern mann á jörðinni. Þeim fækkar sem líóa hung-
ur," segir prófessorinn Björn Lomborg.