Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 11

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 11
FRÉTTIR SH fjárfestir erlendis Sölumiðstöð hraðfrystihúsana fjárfesti nýlega fyrir 1,6 milljarða króna í þremur fyrirtækjum á Nýfundnalandi, í Kanada og á Spáni. Fyrirtækin eru Fishery Prod- ucts International á Nýfundnalandi, HighLiner Foods í Nova Scotia og Pescanova S.A. á Spáni. Kaupin á fyrirtækinu á Nýfundnalandi eru langtum stærsti hluti viðskiptanna, eða sem svarar 1,1 milljarði króna. Mark- aðsvirði þess er um 7 milljarðar króna en fyrirtækið skilaði um 500 milljónum ís- lenskra króna í hagnað í fyrra. Velta þess var um 7 milljarðar króna í fyrra. Markaðsvirði HighLiner Foods er um 2 milljarðar íslenskra króna en mark- aðsvirði Pescanova á Spáni er 8,5 millj- arðar. SH eignaðist um 5% hlut í hvoru félagi. Guggan brann Hannover, frystitogari þýska fyrirtækis- ins Deutche Fishfang Union, er töluvert skemmdur eftir að kviknaði í stjórnklefa vélarrúms á Grænlandshafi um miðjan maímánuð. Skipió hét áóur Guðbjörg ÍS og var einn allra fullkomnasti frystitog- ari íslenska flotans. Eftir að skipið kom tiL Reykjavíkur hefur verið unnió að mati á skemmdum en fyrirséð er að það verð- ur frá veiðum í töluveróan tima. Þrír ís- Lendingar voru í áhöfn togarans. Sjómannadagurínn: Sjávarútvegsráðherra Færeyja á „Hátíð hafsins" i Reykjavík Sjávarútvegsráðherra Færeyja, Jörgen Niclasen, verður gestur sjómannadagsins í Reykjavík og mun flytja ávarp á sjó- mannahátíðinni, sem fram fer á sjó- mannadaginn, 4. júní. Hátíðarhöldin verða á Miðbakka og með líku sniði og í fyrra, þ.e. margt til gamans gert fyrir unga sem eldri. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sjómannadagsráðs í Reykjavík verður há- tíðin sameiginleg hátíð sjómannadagsins og Reykjavíkurhafnar. Auk sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, mun Arni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, flytja ávarp. Eitt af eftirtektarverðum atriðum á sjó- mannahátíðinni í Reykjavík verður koma sýningarflokks frá Irlandi sem kallar sig „Ship of fools“. Flokkurinn kemur hing- að á eigin skipi og mun það liggja við Miðbakkann en sýningar flokksins fara þar fram. Hér er um að ræða hóp af fólki sem flytur efni sem tengt er hippaárun- um og hafa sýningarnar þótt áhrifamikl- ar, en hópurinn hefur farið víða um Evr- ópu að undanförnu. Sýningar flokksins verða öllum opnar. Sjómannadagurínn á Akureyri: Forseti íslands heiðursgestur Forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, verður heiðursgestur á sjó- mannadagshátíðinni á Akureyri þann 4. júní næstkomandi. Ólafur mun flytja hátíðarræðu og heiðra sjómenn. Að vanda verða hátíðarhöld á Akur- eyri með því sniði að á laugardegi fer fram keppni í róðri, knattspyrnu og golfi og þá um kvöldið verður stórhá- tíð í Iþróttahöllinni. Að morgni sjó- mannadagsins verður tekið á móti forseta Islands og farið með honum um borð í togara. Því næst verður for- setinn við sjómannadagsmessu, legg- ur blómsveig að minnismerki um drukknaða sjómenn og flytur síðan ávarp við hátíðarhöid við höfnina. Að því loknu mun hann heiðra tvo sjó- menn, þá Helga Sigfússon, sem lengi var til sjós á árum áður, og Hörð Björnsson, skipstjóra á Þórði Jónas- syni EA, en Hörður er líkast til einn elsti starfandi skipstjóri landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.