Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.2000, Qupperneq 18

Ægir - 01.05.2000, Qupperneq 18
NÝTT HAFRANNSÓKNASKIP Þjóðin fagnar nýju hafrannsóknaskipi Á dögunum var tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi í Reykjavík- urhöfn. Skipið var smíðað í Chile og fékk nafnið Árni Friðriksson RE 200. Með skipinu verður mikil bylting í hafrannsóknum hér við land, enda er skipið bæði mun stærra en þau skip Hafrannasókn- arstofnunarinnar sem fyrir eru og auk þess mjög vel tækjum búið. Fjölmenni var við móttöku Árna Friðrikssonar, m.a. stjórnendur Hafró, sjávarútvegsráðherra og aðrir ráðherrar ríkisstjórnar, framámenn í sjávarútvegi og fleiri. í júníblaði Ægis verður ítarlega fjallað um nýja skipið en drepið hér á helstu atriði og gestir teknir tali við komu skipsins. Samkvæmt upplýsingum Vignis Thoroddsen, fjármálastjóra Hafró, má segja að fyrsti vísir að hafrannsóknaskipi í eigu Islandinga hafi verið varðskipið Maria Júlía sem tekið var í notkun 1950 en skipið var að nokkru búið til hafrann- sókna. Upp úr miðjum sjötta áratugnum fékk Fiskideild atvinnudeildar Háskól- ans, forveri Hafrannsóknastofnunarinnar, varðskipið Ægi til síldarleitar og al- mennra hafrannsókna. Árið 1965 fékk Hafrannsóknastofnunin b/v Hafþór til fullra afnota en hann hafði verið leigður öðru hvoru áður til hafrannsókna. Fyrsta sérsmíðaða rannsóknaskip Is- lendinga r/s Árni Friðriksson RE 100 kom til landsins 1967. Jakob Jakobsson, síðar forstjóri stofnunarinnar, veitti byggingarnefnd skipsins forystu en út- gerðarmenn, sjómenn og síldarsaltendur kostuðu byggingu þess. Seint á árinu 1970 kom svo r/s Bjarni Sæmundsson RE 30 til landsins. Umræðan um smíði nýs og fúllkomins hafrannsóknaskips hefur átt sér stað lengi en Vignir segir það það var ekki hafa ver- ið fyrr en við þarfagreiningu og tillögu innanhúsnefndar Hafrannsóknastofnun- arinnar um smíði nýs hafrannsóknaskips frá 28. ágúst 1995 sem þessi umræða hafi orðið markviss. Ríkisstjórnin ákvað um mitt árið 1997 að hefja smíði nýs rannsóknaskips. Aðal- hönnun skipsins var í höndum Sævars Birgissonar skipatæknifræðings hjá Nýr Árni Friðriksson RE 200 á síðustu metrunum til Reykjavíkur eftir um eins mánaðar siglingu frá Chile. Mynd: Snorri Snorrason

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.