Ægir

Volume

Ægir - 01.05.2000, Page 35

Ægir - 01.05.2000, Page 35
firðinga verulegu máli, stærstu og af- kastamestu skipin stunda þessar veiðar. Alls eru þetta 9 skip frá Vopnafirði, Nes- kaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði og Fá- skrúðsfirði. Afkoman í útgerð og vinnslu í uppssjávarfisks skipta sköpum í rekstri fyrirtækjanna á þessum stöðum og hafa ennfremur veruleg áhrif á fjárhag við- komandi sveitarfélaga." Blandaður rekstur er heilbrigt fyrirkomulag Um það blandaða myndstur sem er í rek- stri velflestra útgerðar og fiskvinnslufyr- irtækja á Austurlandi, það er að þau eru flest bæði í útgerð og fiskvinnslu, segir Emil að slíkt megi ugglaust rekja til sjálfsbjargarveiðleitni athafnamanna og sveitarstjórna, sem vildu styrkja atvinnu- lífið í viðkomandi sveitarfélögum. „Þar gat eitt leitt af öðru, það er að segja að út- gerðin kom með aflann að landi, sem síð- an var unninn þar með tilheyrandi at- vinnusköpun. Eg tel ekki að þessi bland- aði rekstur hafi sett okkur í erfiða stöðu í kjaraviðræðum, það er að vera með starfs- fólk á mörgum og ólíkum sviðum. Öfl- ugustu sjávarútvegsfyrirtækin á Aust- fjörðum eiga sér langa sögu þar sem veið- ar og vinnsla eru á sömu hendi. Starfsfólk fyrirtækjanna er yfirleitt meðvitað um mikilvægi þess að atvinnugreinar vinni saman. Friður og gagnkvæmur skilning- ur er undantekningalítið ríkjandi hjá hjá starfsfólkinu, bæði til sjós og lands." „Eg held að í bæjarfélgögum hér fyrir austan, sem eru tiltölulega fámenn, þá sé fólki í blóð borinn djúpur skilningur á stöðu mála,“ heldur Emil áfram. „Al- gengt er að kona sjómannsins eða börn hans vinni víð einhverja deild fyrirtækis- ins í landi. Blandaður rekstur er því sann- arlega heilbrigt fyrirkomulag, sem getur skapað meira starfsöryggi fólksins og jafnframt gert fyrirtækin sterkari. Ekkert svigrúm til hækkunar sjómannslauna Kjaraviðræður útgerðarmanna hafa mörg undanfarin ár verið afar erfiðar og hafa undanfarin ár ævinlega endað með laga- setningu. Emil var spurður að því hvort hann sjái einhverja leið út úr þessari blindgötu sem allir aðilar máls geti sætt sig við, bæði útgerðarmenn og sjómenn. „Við skulum gera okkur grein fyrir því að laun sjómanna eru ákveðið hlutfall af þeim verðmætum, sem skipið aflar eða um 40% og ég þekki dæmi þess að þetta hlufall launa og launatengdra gjalda geti farið upp í liðlega 50% af heildartekjum útgerðar. Engin önnur atvinnugrein greiðir jafn hátt hlutfall í laun. Laun sjó- manna ráðast því alfarið af afla og því verði sem fyrir hann fæst. Þeir fá því strax til sín allar hækkanir á afurðum, andstætt fólki sem vinnur í landi, sem verður að sækja þær í samningum. Þetta er því allt öðru vísi launakerfi en fólk í landi starfar eftir. Eins og sjá má á þessum hlutföllum, „Við þurfum að kljást við þrjú stéttarféLög, það er Vélstjórafélag íslands, Farmanna og fiskimannasam- bandió og Sjómannasambandið þar sem hagsmunir aðila tvinnast meira og minna saman. Árum saman hefur reynst illmöguLegt aö fá forystumenn stéttarfélaganna þriggja að einu samningaborði, jafnveL þótt eingöngu eigi að ræða verðmyndun á fiski. þá er ekkert svigrúm af hálfu útgerðar- innar til frekari hækkunar á launum. Þvert á móti er ærin ástæða til lækkunar á launahlutfallinu." Útgerðin í erfiðri stöðu Emil segir það líka athyglisvert að allar tækniframfarir sem átt hafa sér stað sfð- ÚTGERÐ ustu ár og áratugi hafa lent hjá sjómönn- um. „Meira að segja þegar fækkar í áhöfn fiskiskips þá hækkar launahlutfallið af tekjum skipsins, eftir fækkunina. Slík vitleysa þekkist mér vitanlega hvergi annars staðar í rekstri. I eðli sínu ættu launþegar, sem búa við jafn hagstæða hlutaskiptareglu og sjómenn því ekki að þurfa að vera með kröfur, sem hafa íþyngjandi og aukin útgjöld í för með sér. Það má færa rök fyrir því að útgjalda- kröfur sjómanna á hendur útgerðinni séu á misskilningi byggðar þar sem hluta- skiptareglan er í gildi. Þegar hækkað verð fæst fyrir afurðir okkar þá nýtur útgerðin þess og sjómenn um leið. Á sama hátt fara laun sjómanna niður þegar útgerðin fær lægra verð í kjölfar niðursveiflna. Eg held að almenningur geri sér ekki fyllilega grein fyrir þeirri erfiðu stöðu sem útgerðin á við að etja þegar kjara- samningaviðræður við sjómenn eru í gangi. Við þurfum að kljást við þrjú stéttarfélög, það er Vélstjórafélag Islands, Farmanna og fiskimannasambandið og Sjómannasambandið þar sem hagsmunir aðila tvinnast meira og minna saman. Árum saman hefur reynst illmögulegt að fá forystumenn stéttarfélaganna þriggja að einu samningaborði, jafnvel þótt ein- göngu eigi að ræða verðmyndun á fiski. Öngstrætið eða blindgatan sem þú nefndir hér að framan er því heimatilbú- ið sjálfskaparvíti stéttarfélaganna." „Við skulum gera okkur grein fyrir því að laun sjómanna eru ákveðið hlutfali af þeim verðmætum, sem skipið aflar eða um 40% og ég þekki dæmi þess að þetta hlufall launa og launatengdra gjalda geti farið upp í liðlega 50% af heildartekjum útgerðar. Engin önnur atvinnugrein greiðir jafn hátt hlutfalf i iaun," segir Emif. Mynd: Þorgeir Baidursson

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.