Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 25

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN „Ég er hins vegar farinn að trúa því að fiskveiðistjórnunarkerfió sé langt í frá að vera það besta í heimi. Það atriði i fiskveiði- stjórnuninni sem ég tel að menn eigi að skoða vel í þessu sambandi er frelsi útgerðarmanna til aó versla með veiðiheimildirnar," segir Hólmgeir Jónsson i grein sinni. Mynd: Þorgeir Baldursson út eins og hjá öðrum launþegum á almenna vinnumarkaðnum. Þegar þetta er skrifað hafa um 90% af aðildarfélögum ASI lokið gerð kjarasamnings við Samtök at- vinnulífsins. Samninganefnd Sjó- mannasambands Islands hefur verið í viðræðum við útvegsmenn um gerð nýs kjarasamnings eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Hins vegar virðist það sama upp á teningnum og undanfarin ár. Fulltrúar útvegsmanna eru ekki tilbúnir til að semja við sjómenn, sama hvar borið er niður. Utvegs- menn eru ekki tilbúnir til að semja um starfstengt orlof eins og allar aðrar stéttir hafa samið um. Fulltrúar útvegsmanna eru ekki tilbúnir til að semja við sjómenn um auknar greiðslur í lífeyrissjóði eins og aðrir launþegar hafa verið að semja um á undanförnum vik- um. Þannig væri hægt að halda upptalningunni áfram og gera langan lista yfir þau atriði sem aðrir launþegar en sjómenn hafa getað samið um við sína viðsemj- endur. Þar sem sjómenn eru á hluta- skiptum hefur það verð sem greitt er fyrir aflann mikla þýðingu fyr- ir tekjur sjómanna. Verð á fiski er talið frjálst hér á landi, en vegna eignartengsla veiða og vinnslu geta útgerðarmenn ákveðið ein- hliða að selja sjálfum sér fiskinn þó annar aðili sé tilbúinn að greiða hærra verð. Þannig er ljóst að skilyrði eðlilegrar samkeppni eru ekki fyrir hendi í fiskviðskipt- um. I mörgum tilvikum ákveða útgerðarmenn nánast einhliða það verð sem þeir sem kaupendur afl- ans greiða fyrir fiskinn. Þannig komast þeir jafnframt upp með að „Það getur ekki gengið Lengur aó litið sé á sjómenn sem annars flokks fólk sem ekki þurfi að gera kjarasamning við. Næstu vikur fara því í aó hugsa upp baráttu- aðferð sem skilar árangri við kjarasamningsgerðina sem framundan er." láta sjómenn taka þátt í kaupum á veiðiheimildum þrátt fyrir að slíkt sé óheimilt samkvæmt lög- um og kjarasamningum eins og áður hefur verið nefnt. Viðræðuslit og nýjar baráttuaðferðir I kjaraviðræðunum fær það engan hljómgrunn meðal útgerðar- manna að taka á þessum málum þannig að þegar gerðir samningar séu í það minnsta virtir hvað þetta varðar. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart eftir framan- greinda lýsingu að upp úr kjara- viðræðum milli Sjómannasam- bands Islands og LIU er slitnað. Sjómenn standa því enn einu sinni frammi fyrir því að velja milli þess að starfa áfram án þess að fá kjarasamninginn endurnýj- aðan eða fara í verkfallsaðgerðir til að þrýsta á um gerð nýs kjara- samnings. Því miður virðast út- vegsmenn geta treyst því að ríkis- valdið stöðvi verkfall sjómanna og framlengi vitleysuna án þess að á vandamálunum sé tekið. Á næstu vikum hlýtur að fara fram um- ræða meðal sjómanna um hvernig bregðast eigi við þeim tíðindum að kjarasamningar nást ekki án átaka. Ljóst er að hefðbundið alls- herjarverkfall skilar ekki árangri ef ríkisvaldið grípur inn í með lagasetningu áður en deiluefnin eru útkljáð. Því þarf að beita nýj- um baráttuaðferðum að þessu sinni sem skila tilætluðum ár- angri. Það getur ekki gengið lengur að litið sé á sjómenn sem annars flokks fólk sem ekki þurfi að gera kjarasamning við. Næstu vikur fara því í að hugsa upp bar- áttuaðferð sem skilar árangri við kjarasamningsgerðina sem fram- undan er. Vonandi er ekki langt að bíða tíðinda í þeim efnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.