Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 20

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 20
NÝTT HAFRANNSÓKNASKIP þilfarið er opið stafna á milli og fjórum grandaraspilum komið fyrir fremst. Einnig eru rannsóknastofur á togþilfari. Á fyrsta þilfari er vélarúm. Á öðru þilfari eru íbúðir áhafnar en aftast er frysti- og kælilest. Á þriðja þilfari eru sameigin- legar vistarverur áhafnar, s.s. matsalur, setustofa, fundarsalur og rannsóknastof- ur. Aðgerðar- og vinnslurými er þar fyrir aftan. Á bakkaþilfari eru íbúðir skip- stjóra, yfirvélstjóra og leiðangursstjóra ásamt tækjaklefa og sjúkraklefa. Á brúar- þaki er útsýnisturn í mastri. Við hönnun á bol skipsins og vali á framdrifsbúnaði var lögð sérstök áhersla á að utanborðshávaði yrði sem minnstur þannig að tækniáhrif þess á fisk og trufl- anir á bergmáltæki yrðu sem minnst. Há- vaðamælingar á skipinu í Chile staðfesta, að sögn Vignis, að þetta hafi tekist með ágætum. I skipinu er svokallaður fellikjölur sem hægt er að slaka nokkra metra niður úr botni þess. Kjölurinn er 4 metra langur og 5,5 metra djúpur. I fellikilinum eru Fjölmenni tók á móti nýja skipinu, þar á meðal ráðherrar í ríkisstjórn íslands. Mynd: Sverrir Jónsson sendi- og móttökutæki (botnstykki) bergmálsmælanna sem notaðir eru við mælingar á stærð fiskistofna, einkum loðnu og síldar og annarra uppsjávarfiska. Með því að slaka fellikilinum niður er botnstykkjunum komið niður fyrir veð- urtruflanir í allt að 8-9 vindstigum. Þetta gerbreytir allri aðstöðu til bergmálsmæl- inga á fiskistofnum, ekki síst að vetrar- lagi í vondum veðrum. Hið nýja hafrannsóknaskip mun fara til rannsókna á síld og kolmunna um mitt sumar. Grétar Mar Jónsson, formaður FFSI, Árni Johnsen, alþingismaður og Geir Flaarde, fjármálaráðherra, ræða um nýja skipið. Mynd: Sverrir Jónsson Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar: Nýir og spennandi möguleikar Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- skónarstofnunarinnar, var að vonum afar ánægður með nýju fleytuna. „Þetta er afar stórt og öflugt skip sem gefur okkur möguleika á mun víðtækari rann- sóknum en áður, auk þess sem vinnum- hverfið er allt mun betra og öruggara." Árni Friðriksson RE er búinn fellikyli sem unnt er að láta síga þrjá metra nið- ur fyrir hinn eiginlega kjöl skipsins, nið- ur fyrir mesta öldurót. „Þaðan er unnt að gera bergmálsmælingar á uppsjávar- tegundum; síld, loðnu og koLmunna. Við væntum mikils af þessum rannsóknum." Nýja skipið er afar öflugt togskip og segir Jóhann það gefa mikla og nýja möguLeika. „Bæði er getum við nú tog- að á meira dýpi en áður og togað meó tvenns konar veiðarfærum. Þetta gerir það að verkum að við getum gert ítar- Legan samanburð á veiðarfærum og tek- ið þátt í þróun þeirra." Jóhann segir marga biða spennta eft- ir því að fara aó nota nýjan fjöIgeisLa- dýptarmæli sem gerir það mögulegt að kortleggja sjávarbotninn vió ísland allt niður á 2-3000 metra dýpi. UppLýsing- arnar sem þar fást geta hugsanlega leitt til þess að ný fiskimið og góðar togslóð- ir finnist. Á næstu vikum verða rannsóknarstof- unar um borð í Árna Friðrikssyni búnar tækjum og þa er hægt aó hefjast handa við rannsóknirnar. Jóhann Sigugónsson, forstjóri Hafró, og eiginkona hans, Helga Bragadóttir, á hátíðardegi í sögu stofnunarinnar. Mynd: Sverrir Jónsson BH 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.