Ægir - 01.05.2000, Síða 20
NÝTT HAFRANNSÓKNASKIP
þilfarið er opið stafna á milli og fjórum
grandaraspilum komið fyrir fremst.
Einnig eru rannsóknastofur á togþilfari.
Á fyrsta þilfari er vélarúm. Á öðru þilfari
eru íbúðir áhafnar en aftast er frysti- og
kælilest. Á þriðja þilfari eru sameigin-
legar vistarverur áhafnar, s.s. matsalur,
setustofa, fundarsalur og rannsóknastof-
ur. Aðgerðar- og vinnslurými er þar fyrir
aftan. Á bakkaþilfari eru íbúðir skip-
stjóra, yfirvélstjóra og leiðangursstjóra
ásamt tækjaklefa og sjúkraklefa. Á brúar-
þaki er útsýnisturn í mastri.
Við hönnun á bol skipsins og vali á
framdrifsbúnaði var lögð sérstök áhersla á
að utanborðshávaði yrði sem minnstur
þannig að tækniáhrif þess á fisk og trufl-
anir á bergmáltæki yrðu sem minnst. Há-
vaðamælingar á skipinu í Chile staðfesta,
að sögn Vignis, að þetta hafi tekist með
ágætum.
I skipinu er svokallaður fellikjölur sem
hægt er að slaka nokkra metra niður úr
botni þess. Kjölurinn er 4 metra langur
og 5,5 metra djúpur. I fellikilinum eru
Fjölmenni tók á móti nýja skipinu, þar á meðal
ráðherrar í ríkisstjórn íslands.
Mynd: Sverrir Jónsson
sendi- og móttökutæki (botnstykki)
bergmálsmælanna sem notaðir eru við
mælingar á stærð fiskistofna, einkum
loðnu og síldar og annarra uppsjávarfiska.
Með því að slaka fellikilinum niður er
botnstykkjunum komið niður fyrir veð-
urtruflanir í allt að 8-9 vindstigum. Þetta
gerbreytir allri aðstöðu til bergmálsmæl-
inga á fiskistofnum, ekki síst að vetrar-
lagi í vondum veðrum.
Hið nýja hafrannsóknaskip mun fara til
rannsókna á síld og kolmunna um mitt
sumar.
Grétar Mar Jónsson, formaður FFSI, Árni Johnsen, alþingismaður og Geir Flaarde, fjármálaráðherra,
ræða um nýja skipið. Mynd: Sverrir Jónsson
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar:
Nýir og spennandi
möguleikar
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann-
skónarstofnunarinnar, var að vonum
afar ánægður með nýju fleytuna. „Þetta
er afar stórt og öflugt skip sem gefur
okkur möguleika á mun víðtækari rann-
sóknum en áður, auk þess sem vinnum-
hverfið er allt mun betra og öruggara."
Árni Friðriksson RE er búinn fellikyli
sem unnt er að láta síga þrjá metra nið-
ur fyrir hinn eiginlega kjöl skipsins, nið-
ur fyrir mesta öldurót. „Þaðan er unnt
að gera bergmálsmælingar á uppsjávar-
tegundum; síld, loðnu og koLmunna. Við
væntum mikils af þessum rannsóknum."
Nýja skipið er afar öflugt togskip og
segir Jóhann það gefa mikla og nýja
möguLeika. „Bæði er getum við nú tog-
að á meira dýpi en áður og togað meó
tvenns konar veiðarfærum. Þetta gerir
það að verkum að við getum gert ítar-
Legan samanburð á veiðarfærum og tek-
ið þátt í þróun þeirra."
Jóhann segir marga biða spennta eft-
ir því að fara aó nota nýjan fjöIgeisLa-
dýptarmæli sem gerir það mögulegt að
kortleggja sjávarbotninn vió ísland allt
niður á 2-3000 metra dýpi. UppLýsing-
arnar sem þar fást geta hugsanlega leitt
til þess að ný fiskimið og góðar togslóð-
ir finnist.
Á næstu vikum verða rannsóknarstof-
unar um borð í Árna Friðrikssyni búnar
tækjum og þa er hægt aó hefjast handa
við rannsóknirnar.
Jóhann Sigugónsson, forstjóri Hafró, og
eiginkona hans, Helga Bragadóttir, á
hátíðardegi í sögu stofnunarinnar.
Mynd: Sverrir Jónsson
BH 20