Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.2000, Side 11

Ægir - 01.05.2000, Side 11
FRÉTTIR SH fjárfestir erlendis Sölumiðstöð hraðfrystihúsana fjárfesti nýlega fyrir 1,6 milljarða króna í þremur fyrirtækjum á Nýfundnalandi, í Kanada og á Spáni. Fyrirtækin eru Fishery Prod- ucts International á Nýfundnalandi, HighLiner Foods í Nova Scotia og Pescanova S.A. á Spáni. Kaupin á fyrirtækinu á Nýfundnalandi eru langtum stærsti hluti viðskiptanna, eða sem svarar 1,1 milljarði króna. Mark- aðsvirði þess er um 7 milljarðar króna en fyrirtækið skilaði um 500 milljónum ís- lenskra króna í hagnað í fyrra. Velta þess var um 7 milljarðar króna í fyrra. Markaðsvirði HighLiner Foods er um 2 milljarðar íslenskra króna en mark- aðsvirði Pescanova á Spáni er 8,5 millj- arðar. SH eignaðist um 5% hlut í hvoru félagi. Guggan brann Hannover, frystitogari þýska fyrirtækis- ins Deutche Fishfang Union, er töluvert skemmdur eftir að kviknaði í stjórnklefa vélarrúms á Grænlandshafi um miðjan maímánuð. Skipió hét áóur Guðbjörg ÍS og var einn allra fullkomnasti frystitog- ari íslenska flotans. Eftir að skipið kom tiL Reykjavíkur hefur verið unnió að mati á skemmdum en fyrirséð er að það verð- ur frá veiðum í töluveróan tima. Þrír ís- Lendingar voru í áhöfn togarans. Sjómannadagurínn: Sjávarútvegsráðherra Færeyja á „Hátíð hafsins" i Reykjavík Sjávarútvegsráðherra Færeyja, Jörgen Niclasen, verður gestur sjómannadagsins í Reykjavík og mun flytja ávarp á sjó- mannahátíðinni, sem fram fer á sjó- mannadaginn, 4. júní. Hátíðarhöldin verða á Miðbakka og með líku sniði og í fyrra, þ.e. margt til gamans gert fyrir unga sem eldri. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sjómannadagsráðs í Reykjavík verður há- tíðin sameiginleg hátíð sjómannadagsins og Reykjavíkurhafnar. Auk sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, mun Arni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, flytja ávarp. Eitt af eftirtektarverðum atriðum á sjó- mannahátíðinni í Reykjavík verður koma sýningarflokks frá Irlandi sem kallar sig „Ship of fools“. Flokkurinn kemur hing- að á eigin skipi og mun það liggja við Miðbakkann en sýningar flokksins fara þar fram. Hér er um að ræða hóp af fólki sem flytur efni sem tengt er hippaárun- um og hafa sýningarnar þótt áhrifamikl- ar, en hópurinn hefur farið víða um Evr- ópu að undanförnu. Sýningar flokksins verða öllum opnar. Sjómannadagurínn á Akureyri: Forseti íslands heiðursgestur Forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, verður heiðursgestur á sjó- mannadagshátíðinni á Akureyri þann 4. júní næstkomandi. Ólafur mun flytja hátíðarræðu og heiðra sjómenn. Að vanda verða hátíðarhöld á Akur- eyri með því sniði að á laugardegi fer fram keppni í róðri, knattspyrnu og golfi og þá um kvöldið verður stórhá- tíð í Iþróttahöllinni. Að morgni sjó- mannadagsins verður tekið á móti forseta Islands og farið með honum um borð í togara. Því næst verður for- setinn við sjómannadagsmessu, legg- ur blómsveig að minnismerki um drukknaða sjómenn og flytur síðan ávarp við hátíðarhöid við höfnina. Að því loknu mun hann heiðra tvo sjó- menn, þá Helga Sigfússon, sem lengi var til sjós á árum áður, og Hörð Björnsson, skipstjóra á Þórði Jónas- syni EA, en Hörður er líkast til einn elsti starfandi skipstjóri landsins.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.